Þórshamar hlaut 10 og nítján hross 9,5 fyrir bak og lend
Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er fróðlegt að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Nú verður fjallað um eiginleikann bak og lend.
Í þessum eiginleika er yfirlínan í baki og lend metin; stefnan og sveigjan í bakinu og lengd og halli lendarinnar. Einnig er lagt mat á breidd og vöðvafyllingu baksins, lengd og breidd spjaldhryggjar og lögun og vöðvafyllingu lendarinnar. Horft er til þess að munur á neðsta punkti í baki og hæsta punkt á lend sé ekki of mikill (viðmið: 4 – 6 cm). Lögð er áhersla á að eiginleikinn nýtist í reið. Ef vafi leikur á stefnu og/eða sveigju í baki hvað varðar burð eða mýkt skal skoða hvernig hrossinu nýtist eiginleikinn í reið.
Einn hestur hlaut einkunnina 10,0 fyrir bak og lend í ár en það var Þórshamar frá Reykjavík, hann er undan Reginn frá Ketu sem er undan Kiljani frá Steinnesi. Kiljan stendur framarlega á meðal reyndra kynbótahesta í kynbótamatinu fyrir bak og lend. Móðir Þórshamars er Bót frá Reyðarfirði. Ræktandi hans er Leó Geir Arnarson.
Nafn ▾ | Uppruni í þgf. | Faðir | Móðir |
Dikta | Fornustöðum | Kiljan frá Steinnesi | Snilld frá Reyrhaga |
Edda | Rauðalæk | Kiljan frá Steinnesi | Elísa frá Feti |
Hetja | Hestkletti | Glúmur frá Dallandi | Hafdís frá Skeiðvöllum |
Hetja | Ragnheiðarstöðum | Þráinn frá Flagbjarnarholti | Hending frá Úlfsstöðum |
Hljómur | Auðsholtshjáleigu | Organisti frá Horni | Tíbrá frá Auðsholtshjáleigu |
Hrafn | Oddsstöðum I | Viti frá Kagaðarhóli | Elding frá Oddsstöðum I |
Ísey | Stekkjardal | Akur frá Kagaðarhóli | Lögg frá Brandsstöðum |
Kólumbus | Teland | Kleó frá Hofi | Sögn frá Auðsholtshjáleigu |
Kristall | Kílhrauni | Hringur frá Gunnarsstöðum | Sara frá Stóra-Vatnsskarði |
List | Austurási | Draupnir frá Stuðlum | Spóla frá Syðri-Gegnishólum |
Lína | Efra-Hvoli | Ölnir frá Akranesi | Eining frá Lækjarbakka |
Mergur | Syðra-Skörðugili | Skýr frá Skálakoti | Lára frá Syðra-Skörðugili |
Mjallhvít | Sumarliðabæ 2 | Stáli frá Kjarri | Þyrnirós frá Þjóðólfshaga |
Óvissa | Bjarnastöðum | Ísar frá Hömrum II | Snæfríður frá Bjarnastöðum |
Sjarmur | Fagralundi | Frami frá Ketilsstöðum | Sóldögg frá Efri-Fitjum |
Skugga-Sveinn | Austurhlíð 2 | Hrannar frá Flugumýri II | Ör frá Langsstöðum |
Sunna | Haukagili Hvítársíðu | Sólon frá Skáney | Katla frá Steinnesi |
Tign | Dallandi | Nátthrafn frá Dallandi | Tekla frá Dallandi |
Þíða | Prestsbæ | Hróður frá Refsstöðum | Þoka frá Hólum |
Þórshamar | Reykjavík | Reginn frá Reykjavík | Bót frá Reyðarfirði |