Tíu hross hlutu 9,5 fyrir samræmi
Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er gaman að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleikinn sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa er samræmi. Alls hlutu 10 hross einkunnina 9,5 fyrir samræmi.
Í þessum eiginleika er heildarútlit hestsins metið hvað varðar jafnvægi, lögun á bol og hlutföll í sköpulaginu. Einnig er lagt mat á fótahæð hrossins, léttleika byggingarinnar og vöðvafyllingu. Í vafatilfellum má taka mið af því við dóminn hvernig hesturinn kemur fyrir í reið, hvað varðar fótahæð, framhæð og jafnvægi.
Aldrei hefur hross hlotið 10,0 fyrir samræmi og í ár varð ekki breyting á því. En hér fyrir neðan er listi yfir þau hross sem hlutu 9,5 í ár.
Nafn ▾ | Uppruni í þgf. | Faðir | Móðir |
Diljar | Nýttland | Trúr frá Nýttland | Dilja frá Nýttland |
Elía | Grafarkoti | Þór frá Torfunesi | Kara frá Grafarkoti |
Hamingja | Fákshólum | Skýr frá Skálakoti | Telma frá Steinnesi |
Hetja | Ragnheiðarstöðum | Þráinn frá Flagbjarnarholti | Hending frá Úlfsstöðum |
Hrafn | Oddsstöðum I | Viti frá Kagaðarhóli | Elding frá Oddsstöðum |
Húni | Ragnheiðarstöðum | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum | Hending frá Úlfsstöðum |
Nóta | Flugumýri II | Blysfari frá Fremra-Hálsi | Smella frá Flugumýri |
Ramóna | Heljardal | Draupnir frá Stuðlum | Auður frá Hofi |
Vorsól | Hestkletti | Trymbill frá Stóra-Ási | Vissa frá Holtsmúla 1 |
Þórdís | Flagbjarnarholti | Herkúles frá Ragnheiðarstöðum | Þyrla frá Ragnheiðarstöðum |