Tíu hross hlutu 9,5 fyrir samræmi

  • 25. september 2024
  • Fréttir

Nóta frá Flugumýri II er eitt þeirra hrossa sem hlaut 9,5 fyrir samræmi í ár

Kynbótaárið gert upp í einstökum eiginleikum

Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er gaman að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleikinn sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa er samræmi. Alls hlutu 10 hross einkunnina 9,5 fyrir samræmi.

Í þessum eiginleika er heildarútlit hestsins metið hvað varðar jafnvægi, lögun á bol og hlutföll í sköpulaginu. Einnig er lagt mat á fótahæð hrossins, léttleika byggingarinnar og vöðvafyllingu. Í vafatilfellum má taka mið af því við dóminn hvernig hesturinn kemur fyrir í reið, hvað varðar fótahæð, framhæð og jafnvægi.

Aldrei hefur hross hlotið 10,0 fyrir samræmi og í ár varð ekki breyting á því. En hér fyrir neðan er listi yfir þau hross sem hlutu 9,5 í ár.

Nafn  Uppruni í þgf. Faðir Móðir
Diljar Nýttland Trúr frá Nýttland Dilja frá Nýttland
Elía Grafarkoti Þór frá Torfunesi Kara frá Grafarkoti
Hamingja Fákshólum Skýr frá Skálakoti Telma frá Steinnesi
Hetja Ragnheiðarstöðum Þráinn frá Flagbjarnarholti Hending frá Úlfsstöðum
Hrafn Oddsstöðum I Viti frá Kagaðarhóli Elding frá Oddsstöðum
Húni Ragnheiðarstöðum Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum Hending frá Úlfsstöðum
Nóta Flugumýri II Blysfari frá Fremra-Hálsi Smella frá Flugumýri
Ramóna Heljardal Draupnir frá Stuðlum Auður frá Hofi
Vorsól Hestkletti Trymbill frá Stóra-Ási Vissa frá Holtsmúla 1
Þórdís Flagbjarnarholti Herkúles frá Ragnheiðarstöðum Þyrla frá Ragnheiðarstöðum

Fyrri umfjallanir um 9,5-10 fyrir einstaka eiginleika:

9,5-10 fyrir höfuð

9,5-10 fyrir háls, herðar og bóga

9,5-10 fyrir bak og lend

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar