Jóhann og Evert efstir í fjórgangi
Skeiðmeistaramótið í Zachow heldur áfram í dag en í morgun fór fram m.a. keppni í fjórgangi. Jóhann Rúnar Skúlason og Evert frá Slippen eru efstir með 7,60 í einkunn en þeir eru einnig efstir eftir forkeppni í tölti.
Nokkur þekkt nöfn verða með honum þarna í úrslitum en önnur eftir forkeppni er Susanne Birgisson á Kára von der Hartmühle, þriðja er Steffi Plattner á Breka frá Austurási en hann vakti athygli í Meistaradeildinni s.l. vetur með þáverandi knapa sínum Glódísi Rún Sigurðardóttir. Fjórða er svo Franziska Müser á Safír frá Hjarðartúni sem margir muna eflaust eftir vasklegri framgöngu hans á síðasta Landsmóti.
Forkeppni er hafin í fimmgangi og er Beggi Eggertsson efstur sem stendur á Tandra frá Árgerði. Hægt er að horfa á mótið í beinni útsendingu á Eyja.tv. Á eftir síðan fyrri umferð skeiðkappreiðanna en þau hefjast kl. 15:50 að íslenskum tíma.
Fjórgangur V1 – Forkeppni – Niðurstöður
1 Jóhann Rúnar Skúlason Evert fra Slippen 7.60
2 Susanne Birgisson Kári von der Hartmühle 7.27
3 Steffi Plattner Breki frá Austurási 6.93
4 Franziska Müser Safír frá Hjarðartúni 6.90
5 Heike Korter Fálknir frá Ásmundarstöðum 6.73
6 Marilena Heyl Stirnir frá Skriðu 6.60
7 Sys Pilegaard Kjarkur frá Vorsabæ II 6.57
8 Eline Kirkholt Bengtsen Pistill frá Litlu-Brekku 6.53
9 Annette Durand Ganti frá Vorsabæ II 6.47
10 Filippa Montan Haukur fra Slippen 6.43
11 Constanze Schulze Buschhoff Kolviður frá Jórvík 1 6.37
12 Jill Bator Megas frá Stóru-Mástungu 6.33
13 Inga Trottenberg Hrókur frá Fróni 6.27
14 Helmut Lange Hafdís von Gut Hasselbusch 6.23
15 Franziska Anna Behrens Grímur frá Hvítu Villunni 6.20
16.1 Linnit Wanckel Kvika vom Hasenwinkel 6.17
16.2 Lisa Sachs Muninn vom Wiesenhof 6.17
18 Leni-Merie Schindler Manni vom Flókaberg 6.10
19 Davina Hoffmann Narfi frá Velli II 6.03
20 Malte Köhn Rasputin von Myraland 5.90
21 Sarah Rosenberg Asmussen Draumur fra Birkeskogen 5.87
22 Lilith von Palubicki Fáfnir frá Prestsbakka 5.80
23.1 Clara Magdalena Witt Herkúles frá Hóli v/Dalvík 5.70
23.2 Karla Maria Kosemund Kinga vom Neddernhof 5.70
25 Nadine Langer Hervar vom Schloßberg 4.93