Heimsmeistaramót Dagskrá Heimsmeistaramótsins í Sviss

  • 28. september 2024
  • Fréttir
Undirbúningur fyrir Heimsmeistaramótið 2025 í Birmenstorf í Sviss er í fullum gangi

Mótshaldarar hafa gefið út drög að dagskrá fyrir mótið en eins og oft áður hefst mótið á þriðjudegi.

Mótsvæðið opnar á mánudeginum en kynbótasýning og keppni í gæðingaskeiði fer fram á þriðjudeginum. Á miðvikudegi hefst síðan keppni á hringvelli.

Hér fyrir neðan eru drög að dagskránni en hún getur tekið breytingum eftir að skráningu liða er lokið í júlí 2025.

Sunnudagur, 3. ágúst

  • Boðreiðin kemur á mótsstað.

Mánudagur, 4. ágúst

  • Mótsvæðið opnar

Þriðjudagur, 5. ágúst

  • Opnunarhátíð
  • Kynbótadómar: Hæfileikadómar.
  • Íþróttakeppni: Gæðingaskeið PP1

Miðvikudagur, 6. ágúst

  • Íþróttakeppni: Tölt T1 og slaktaumatölt T2

Fimmtudagur, 7. ágúst

  • Kynbótadómar: Hæfileikadómar
  • Íþróttakeppni: Fimmgangur F1 og 250 m. skeið P1

Föstudagur, 8. ágúst

  • Kynbótadómar: Hæfileikadómar
  • Íþróttakeppni: Fjórgangur V1 og 250 m. skeið P1

Laugardagur, 9. ágúst

  • Kynbótadómar: Kynning og verðlaunafhending
  • Íþróttakeppni: Flugskeið P2 og úrslit

Sunnudagur, 10 ágúst

  • Kynbótadómar: Kynning og verðlaunafhending
  • Íþróttakeppni: Úrslit
  • Verðlaunaafhending og lokahóf.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar