Landsamband hestamanna „Setjum Uppskeruhátíðina á hærra plan“

  • 4. október 2024
  • Sjónvarp Fréttir
Miðasölu lýkur á sunnudag, þann 6. október.

Nú styttist í uppskeruhátíð hestamanna. Hátíðin mun fara fram þann 12. október í Gullhömrum. “Hátíðin tókst með eindæmum vel í fyrra og eigum við von á geggjuðu kvöldi þar sem við munum heiðra knapa fyrir frábæran árangur á árinu en líka skemmta okkur enda hvergi jafn gaman og þar sem hestafólk kemur saman,” segja skipuleggjendur hátíðarinnar.

“J Ú K B O X I Ð mun leika fyrir dansi og er þá ekki hægt að segja annað en að skemmtidagskráin sé orðin heldur betur vel mönnuð. Kvöldinu munu stýra þeir Elli og Hlynur en saman mynda þeir frábæra heild og kunna heldur betur að halda uppi gleðinni syngjandi, stríðandi og skemmtandi. Hestakonan og söngdívan Fríða Hansen ætlar að taka nokkur lög og næstum því hestamaðurinn, brekkukóngurinn Emmsjé Gauti mun án efa fá einhverja til að dusta rykið af danstöktunum.”

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar