Landsamband hestamanna Garðshorn á Þelamörk er keppnishestabú ársins

  • 12. október 2024
  • Fréttir
„Rækta afburðagóð keppnishross sem ná árangri í keppni á öllum sviðum.“

Keppnishestabú ársins 2024 er Garðshorn á Þelamörk en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landsambands hestamannafélaga og deildar hrossabænda innan BÍ sem haldin er í Gullhömrum. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

„Ræktunarbúið Garðshorn á Þelamörk hefur á árinu átt fjölda hrossa í keppni víða um heim. Fremstur í flokki fer Kastor sem náði frábærum árangri á árinu en hann var meðal annars Íslandsmeistari, Reykjavíkurmeistari og tvöfaldur Landsmótssigurvegari í skeiðgreinum. Leynir vann til silfurverðlauna í A-flokki á Landsmóti hestamanna með 8.93 í einlkunn og rétt á hæla hans einungis 0.01 kommu á eftir var Sirkus með 8.92. Ómar og Adrían náðu einnig góðum árangri í sínum greinum á erlendri grund.  Garðshorn á Þelamörk ræktar afburðagóð keppnishross sem ná árangri í keppni á öllum sviðum og hlýtur nafnbótina Keppnishestabú ársins 2024.“

Eiðfaxi óskar ræktendunum Agnari Þór og Birnu innilega til hamingju með árangur ársins!

Önnur bú tilnefnd voru:
  • Fet
  • Kagaðarhóll
  • Kirkjubær
  • Vorsabær II

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar