Ræktunarbú ársins

  • 12. október 2024
  • Fréttir
Verðlaun þeirra byggja á níu sýndum hrossum sem öll fóru í fyrstu verðlaun og var meðaleinkunn þeirra 8,37.

Það bú sem hlýtur Heiðursviðurkenninguna Ræktunarbú ársins 2024 er Skipaskagi en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landsambands hestamannafélaga sem haldin er í Gamla bíói. Ræktendur sem standa að baki Skipaskaga eru þau Jón Árnason, Sigurveig Stefánsdóttir og fjölskylda.

Þeirra árangur var einkar magnaður í ár en þau hafa ræktað hross með frábærum árangri í mörg ár. Þau standa einstaklega faglega að sinni ræktun og öllum hliðum undirbúnings, tamningar og sýningahalds. Verðlaun þeirra byggja á níu sýndum hrossum sem öll fóru í fyrstu verðlaun og var meðaleinkunn þeirra 8,37. Hrókur frá Skipaskaga stóð efstur yfir árið og á Landsmóti í flokki fimm vetra stóðhesta með hvorki meira né minna en 8,86 í aðaleinkunn frábær alhliða gæðingur. Þau Skyggnir, Sjafnar og Snerting hlutu öll yfir 8,40 í aðaleinkunn og Snekkja frá Skipaskaga er gullfallegur gæðingur. Þá hlaut Skaginn frá Skipaskaga heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á árinu.

Eiðfaxi óskar Jóni, Sigurveigu og fjölskyldu innilega til hamingju með árangur ársins!

Önnur bú tilnefnd voru:
  • Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og fjölskylda
  • Efri-Fitjar, Gréta Brimrún Karlsdóttir, Gunnar Þorgeirsson, Jóhannes Geir Gunnarsson og Tryggvi Björnsson
  • Fet, Karl Wernersson, Bylgja Gauksdóttir og Ólafur Andri Guðmundsson
  • Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius
  • Grund II, Örn Stefánsson
  • Hjarðartún, Óskar Eyjólfsson, Bjarni Elvar Pétursson og Kristín Heimisdóttir
  • Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble
  • Leirulækur, Guðrún Sigurðardóttir og Sigurbjörn Jóhann Garðarsson
  • Margrétarhof, Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Reynir Örn Pálmason og Montan fjölskyldan
  • Skipaskagi, Jón Árnason, Sigurveig Stefánsdóttir og fjölskylda
  • Sumarliðabær 2, Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júlíusdóttir
  • Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar