Draupnir frá Stuðlum heiðursverðlaunahestur fyrir afkvæmi
Draupnir frá Stuðlum hlýtur nú heiðursverðlaun fyrir afkvæmi með 128 stig í aðaleinkunn kynbótamatsins og 55 fullnaðardæmd afkvæmi. Draupnir er ræktaður af Eddu Björk Ólafsdóttur og Páli Stefánssyni, sem áttu hann í samstarfi við þau Hauk Baldvinsson og Ragnhildi Loftsdóttur í Austurási. Hann er nú í eigu Önju Egger-Meier og Kronshofs GbR og er staðsettur í Þýskalandi.
Draupnir er undan heiðursverðlauna hrossunum Kiljani frá Steinnesi og Þernu frá Arnarhóli. Hann hlaut í sínum hæsta kynbótadómi 8,74 fyrir sköpulag þar ber hæst einkunnin 9,0 fyrir háls,herðar og bóga, bak og lend og samræmi. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,97. Hlaut hann m.a. einkunnina 9,5 fyrir vilja og geðslag og einkunnina 9,0 fyrir eiginleikanna tölt, brokk, skeið, fegurð í reið og hægt tölt var aðaleinkunn hans 8,88 þá sýndur af Árna Birni Pálssyni.
Hæst dæmda afkvæmi hans er Fjöður frá Syðri-Gróf 1 sem varð í þriðja sæti í elsta flokki hryssa á Landsmótinu í sumar með 8,72 í aðaleinkunn. Þá stóð sonur hans, Drangur frá Steinnesi, efstur í elsta flokki stóðhesta á Landsmótinu í sumar með 8,66 í aðaleinkunn.
10 hæst dæmdu afkvæmi Draupnis
Nafn | Móðir | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn |
Fjöður frá Syðri-Gróf 1 | Trú frá Syðri-Gróf 1 | 8.56 | 8.81 | 8.72 |
Drangur frá Steinnesi | Ólga frá Steinnesi | 8.77 | 8.6 | 8.66 |
Glampi frá Skeiðháholti | Hrefna frá Skeiðháholti | 8.5 | 8.65 | 8.6 |
Nótt frá Ytri-Skógum | Gná frá Ytri-Skógum | 8.52 | 8.55 | 8.54 |
Ramóna frá Heljardal | Auður frá Hofi | 8.57 | 8.48 | 8.51 |
Drift frá Austurási | Ekra frá Gullberastöðum | 8.42 | 8.42 | 8.42 |
Perla frá Grund II | Grund frá Grund II | 8.59 | 8.3 | 8.4 |
Óskastund frá Lækjamóti | Nútíð frá Leysingjastöðum II | 8.43 | 8.32 | 8.36 |
Fylking frá Austurási | Ópera frá Nýjabæ | 8.46 | 8.31 | 8.36 |
Hamingja frá Árbæ | Gleði frá Árbæ | 8.54 | 8.26 | 8.36 |