Eiðfaxi styður við Bleiku slaufuna

  • 19. október 2024
  • Fréttir
Bleika slaufan er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins.

Í ár er sjónum beint að aðstandendum undir slagorðinu Þú breytir öllu. Við viljum þakka þeim sem hvorki búast við né ætlast til að fá þakkir, fólkinu sem er svo mikilvægt en á það til það að gleymast – aðstandendum. Við vekjum athygli á aðstæðum þeirra, því mikilvæga hlutverki sem þeir gegna í alvarlegum veikindum en líka þeim áhrifum sem veikindi ástvinar hafa óhjákvæmilega á líf þeirra.

Krabbameinsfélagið býður aðstandendum ókeypis ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Það getur verið gott að setjast niður og ræða málin. Við erum tilbúin að hlusta og liðsinna aðstandendum.

Hægt er pantað tíma í síma 800-4040 eða radgjof@krabb.is Á vefsíðu Krabbameinsfélagsins má einnig finna fjölbreytt fræðsluefni og góð ráð fyrir aðstandendur. 

„Á Íslandi greinist að meðaltali 971 kona með krabbamein á ári hverju. Sem betur fer eru stöðugar framfarir í greiningu og meðferð sem leiða til þess að fleiri og fleiri lifa af. Í árslok 2023 voru 10.070 konur á lífi sem fengið höfðu krabbamein en því miður eru krabbamein enn stærsti orsakavaldur ótímabærra dauðsfalla á Íslandi og á hverju ári missum við að meðaltali um 306 konur úr krabbameinum“.


Hönnuður Bleiku slaufunnar er Sigríður Soffía Níelsdóttir

Sigga Soffía er danshöfundur í grunninn og þekktust fyrir flugeldasýningar og blómlistaverk en hún hannar undir nafninu Eldblóm. Verkefnið hefur persónulega þýðingu fyrir hana, en hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2020 og þurfti að fara í skurðaðgerð, lyfja- og geislameðferð og hefur því miklar og sterkar tilfinningar tengdar þessu verkefni. „Ég þekki af eigin raun hversu mikilvægt það er að hafa bakland og félag eins og Krabbameinsfélagið til styðja við mann í ferlinu öllu og ekki síður eftir að meðferð lýkur.

Kaupum Bleiku slaufuna 

Undanfarin ár hafa verið framleiddar tvær útgáfur af Bleiku slaufunni; almenna slaufan (kr. 3.500) sem í ár er næla og Sparislaufan (kr. 22.900) sem er hálsmen, sem er í takmörkuðu upplagi. Nældu þér í eintak hér.

Bleiki dagurinn er 23. október

Á Bleika deginum hvetjum við fyrirtæki og almenning til að vera bleika – fyrir okkur öll bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra finni stuðning okkar og samstöðu. Sjá nánar.

Í vefverslun Krabbameinsfélagsins er að finna fjölbreytt úrval af fallegri gjafavöru og vörum sem hægt er að nýta fyrir Bleika daginn (bleikar veifur, blöðrur, diska og servíettur ofl.).

Ómetanlegur stuðningur við mikilvægt starf

Allur ágóði af sölu Bleiku slaufunnar rennur til starfsemi Krabbameinsfélagsins sem miðar að því að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði þeirra sem veikjast og aðstandenda þeirra. Öll starfsemi félagsins byggir á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Lesa má nánar um starfsemina hér.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar