Landsamband hestamanna Framboð til varastjórnar Landssambands hestamannafélaga

  • 24. október 2024
  • Aðsend grein Fréttir
Reynir Atli Jónsson - Hestamannafélaginu Snæfaxa

Kæra hestafólk

Ég heiti Reynir Atli Jónsson fæddur á Seyðisfirði 1978 en búsettur à hinu víðfræga Þórshöfn à  Langanesi að mestu  síðan hafísàrið 1979. Ísinn gaf sig og fór en ekki ég. Menntaður Reiðkennari C frá Hólum hàlflærður netagerðarmaður fullærður verkamaður með próf á hjólbörur og frábær skítmokari. Faðir tveggja drengja.

Ég àkvað à dögunum að takast á við þá àskorun að bjóða mig fram til varastjórnar LH. Ástæðan er brennandi àhugi minn á öllu sem viðkemur hestamennsku og löngun til þess að leggja mitt af mörkum henni  til hagsbóta.

Hestar og hestamenn hafa verið risa partur af lífi mínu frá því ég man eftir mér og hef kynnst flestum hliðum hesta heimsins í öllum sínum fjölbreytileika. Unnið við tamningar hjá mörgu  af okkar færasta fólki, sinnt  reiðkennslu hérlendis sem erlendis í of mörg ár til að telja þau , smalað Langanesið og heiðarnar, keppt á Lands-og Fjórðungsmótum,  með misjöfnum en stundum góðum àrangri og núna síðast teymt undir  4 ára syni  minn í pollaflokk. Svo ég efast um að margir hafi breiðari reynslu en ég af öllum hliðum hestamennskunnar. Ég er sannfærður um að mín reynsla og sýn á framtíð LH og hestamennskunnar allrar gæti nýst til verulegs gagns, hljóti ég kjör.

Fyrir utan hesta heiminn hef ég unnið talsvert að ýmsum félagsmàlum setið í Sveitarstjórn Langanesbyggðar bæði sem  Oddviti eða Varaoddviti og í mis skemmtilegum nefndum.. Sú reynsla kenndi mér mikið. Sérstaklega staðfestu og það að ekkert gott gerist án þess að einhver berjist fyrir því.

Nokkrir punktar sem mér finnst LH mega gera betur:

  • Tenging LH við minn félög út à landi. Taka samtalið við félögin og aðstoða þau við sitt starf.
  • Samræma aðgerðir við nýliðun og stuðningi við æskulýðs starf félaganna með öllum tiltækum leiðum.
  • Breyta um fókus og eyða meira púðri í hinn almenna hestamann. Landsamband hvaða hestamanna skrifaði ég einhvern tíman eftir þungt Landsþing.
  • Gera stjórnsýslu LH meira gagnsæja.
  • Að LH verði leiðandi í keppnismàlum og duglegra að leiðbeina og aðstoða félögin við mótahald.

Þessi listi er ekki ætlaður sem plammeringar á formann eða núverandi stjórn sem hefur staðið sig vel. Bara mín sýn.

Ég hlakka til að fá að starfa fyrir hestafólk og óska ykkur skemmtilegs og gagnlegs þings.

 

Kveðja Reynir Atli

Félagsmaður í Snæfaxa og Freyfaxa.

Ljósmynd: Jón Björnsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar