Íslandsmót fullorðna og ungmenna á Selfossi
Guðni Halldórsson formaður LH kynnti skýrslu stjórnar á Landsþingi Landsambands hestamannafélaga sem hófst kl. 13:00 í dag í Borgarnesi.
Þar kom fram að eitt hestamannafélag sótti um að halda Íslandsmót fullorðna og ungmenna en það var hestamannafélagið Sleipnir. Mun mótið því verða haldið á Brávöllum á Selfossi, félagssvæði Sleipnis, síðustu helgina í júní.
Ekkert félag sótti um að halda Íslandsmót barna og unglinga né Áhugamannamót Íslands.