Netnámskeið í keppnisþjálfun og uppbyggingu hrossa
Vinir okkar hjá EYJA halda áfram að bjóða upp á netfyrirlestra með reyndum sérfræðingum um íslenska hestinn. Fyrsti gesturinn í vetur er heimsmeistarinn og alþjóðlegi dómarinn Johan Häggberg frá Svíþjóð. Í þessu fjórskipta námskeiði, sem fer fram á ensku, og hefst næstkomandi mánudagskvöld á Zoom, hjálpar Johan þátttakendum að undirbúa sig og hesta sína fyrir komandi tímabil.
Johan útvegar námsefni fyrir hverja kvöldlotu sem hjálpar þátttakendum að skilja betur viðfangsefnin sem verða rædd í hvert skipti. Markmið Johans er skýrt:
Þú getur tekið þátt í námskeiðinu með því að smella á hlekkinn í EYJA versluninni. Þátttökugjald fyrir allar fjórar kvöldloturnar er 49 evrur, sem inniheldur einnig upptökur og leiðbeiningar frá Johani.
Viðfangsefni og dagsetningar:
- Mikilvægi þjálfunarkerfis (mánudagur, 4. nóvember, kl. 18.30 íslenskur tími)
- Þjálfun og æfingar, 1. hluti (mánudagur, 11. nóvember, kl. 18.30 íslenskur tími)
- Þjálfun og æfingar, 2. hluti (mánudagur, 18. nóvember, kl. 18.30 íslenskur tími)
- Árangur, markmið og yfirlit (þriðjudagur, 26. nóvember, kl. 18.30 íslenskur tími)