Hestamannafélagið Sprettur Sumarliðabær 2 er ræktunarbú ársins hjá Spretti

  • 18. nóvember 2024
  • Fréttir

Silja Hrund Júlíusdóttir, Birgir Már Ragnarsson og fjölskylda með afrakstur Landsmótsins

Uppskeruhátíð hrossaræktarnefndar Spretts

Uppskeruhátíð hrossaræktarnefndar Spretts fór fram 15.nóv. í Arnarfelli veislusal Samskipahallarinnar í Spretti. Góð mæting var á fundinum.

Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu hross í hverjum flokki kynbótahrossa, hægt er að sjá þau á þessu myndbandi

Kynbótahross ársins er  Nóta frá Sumarliðabæ 2 IS2019281514  aðaleinkunn 8,67/8,71,  aldursleiðrétt 8,77.

Ræktunarbú ársins er Sumarliðabær 2. Meðaleinkunn hrossa 8,56 og fjöldi hrossa 7. Af þeim voru 5 í verðlaunasætum meðal 3ja efstu í þessum 8 flokkum kynbótahrossa.

Alls voru 18 rætendur í Spretti sem uppfylltu skilyrði fyrir valið, sjá má röðina á þeim á heimasíðu Spretts undir hrossarækt

Á dagskrá voru  einnig frábærir fyrirlestrar hjá Olil Amble og Jönu Zedelius. Auk þess skemmti Jóhannes Kristjánsson  gestum.

Nóta frá Sumarliðabæ 2 Knapi: Þorgeir Ólafsson Ljósm: Nicki Pfau

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar