„Staða skeiðkappreiða á Íslandi er til mikillar fyrirmyndar“

  • 23. nóvember 2024
  • Fréttir

Frá keppni í skeiðgreinum

Gripið niður í Árbók Eiðfaxa

Starfsfólk Eiðfaxa vinnur nú hörðum höndum að útgáfu Árbókar Eiðfaxa sem er 300 blaðsíðna rit sem kemur út í lok árs. Þar er farið yfir kynbóta og keppnisárið í máli og myndum. Þar er m.a. að finna viðtöl við þá knapa sem hlutu útnefningar í ár auk ræktenda og umfjallanna um 10 efstu hross ársins í hverjum aldursflokki kynbótadóma.

Við grípum hér niður í viðtal við skeiðknapa ársins Konráð Val Sveinsson.

Konráð Valur lifir og hrærist í skeiðgreinum og hefur mikla trú á framtíð þeirra greina innan hestamennskunnar. „Staða skeiðkappreiða á Íslandi er til mikillar fyrirmyndar. Skeiðfélagið á Selfossi á miklar þakkir skildar fyrir það að gera skeiðkappreiðum hátt undir höfði. Það hefur smitast til annarra félaga og þannig hafa orðið til fleiri mót þar sem metnaður er lagður í umgjörð skeiðgreina. Þá er kappreiðabrautin í Fáki alveg frábær og það eigum við að þakka metnaðarfullum aðilum sem vilja gera vel. Þetta allt saman eykur svo áhugann á því að eignast góða skeiðhesta sem hefur áhrif á eftirspurn eftir þeim og á sama tíma verð. Þessi metnaður smitast svo til annarra landa þar sem mikil gróska er í skeiðgreinum þó svo að ég telji að við stöndum þeim framar hér heima á Íslandi með fleiri góðar brautir og betri hesta.“

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar