Hestamannafélagið Geysir Uppskeruhátíð Geysis haldinn með pompi og prakt

  • 25. nóvember 2024
  • Sjónvarp Fréttir

Ásmundur Ernir Snorrason er knapi ársins í Geysi. Ljósmynd: Ólafur Ingi

Uppskeru- og árshátíð Geysis fór fram í Hvolnum á Hvolsvelli síðastliðinn laugardag. Þar voru ræktendur og knapar verðlaunaðir en Geysisfélagar nutu mikillar velgengni í ár og þá sérstaklega á Landsmóti.

Eftirfarandi myndband var unnið af Eiðfaxa fyrir uppskeruhátíðina upp úr myndefni Rúv frá sunnudeginum á Landsmóti. Í því sjást úrslita knapar og hestar úr Geysi í gæðingakeppni.

Verðlaunahafar í Geysi og allir tilnefndir

Íþróttaknapi Geysis er Ásmundur Ernir Snorrason

Íþróttaknapi Geysis er sá knapi sem er félagsmaður í Geysir og keppir fyrir Geysir á keppnistímabilinu. Knapi sem hefur staðið framúr í íþróttakeppni á árinu. Sigrað á stórmótum og verið með breiðan árangur, bæði í mörgum greinum eða með marga hesta. Einnig er hægt að verða Íþróttaknapi Geysis fyrir einstakt afrek.

           Aðrir tilnefndir:

  • Gústaf Ásgeir Hinriksson
  • Hans Þór Hilmarsson
  • Ólafur Andri Guðmundsson
  • Þorgeir Ólafsson

Gæðingaknapi Geysis er Hanna Rún Ingibergsdóttir

Gæðingaknapi Geysis er sá knapi sem er félagsmaður í Geysir og keppir fyrir Geysir á keppnistímabilinu. Þar sem hesturinn er að keppa í gæðingakeppni er einnig horft til árangurs Geysis knapa sem keppir á hestum fyrir önnur hestamannafélög. Horft er á að hesturinn gerir ekkert án knapans. Knapi sem hefur staðið fram úr í gæðingakeppni á árinu. Sigrað á stórmótum og verið með breiðan árangur, bæði í mörgum greinum eða með marga hesta. Einnig er hægt að verða Gæðingaknapi Geysis fyrir einstakt afrek.

  • Ásmundur Ernir Snorrason
  • Bergrún Ingólfsdóttir
  • Elvar Þormarsson
  • Sigurður Sigurðarson

Ungmenni Geysis er Jón Ársæll Bergmann

Ungmenni Geysis er sá knapi sem er félagsmaður í Geysir og keppir fyrir Geysir á keppnistímabilinu. Knapi sem hefur staðið framúr í íþróttakeppni og/eða gæðingakeppni á árinu. Sigrað á stórmótum og verið með breiðan árangur, bæði í mörgum greinum eða með marga hesta. Einnig er hægt að verða Ungmenni Geysis fyrir einstakt afrek.

           Aðrir tilnefndir:

  • Kristján Árni Birgisson
  • Lilja Dögg Ágústsdóttir
  • Sigurður Steingrímsson
  • Viktoría Vaka Guðmundsdóttir

Áhugamaður Geysis er Orri Arnarsson

Heimahagabikarinn er afhentur þeim áhugamannaknapa Geysis, sem er félagsmaður í Geysir og keppir fyrir Geysir á keppnistímabilinu. Knapi sem hefur staðið framúr í íþróttakeppni eða gæðingakeppni á árinu. Sigrað á stórmótum og verið með breiðan árangur, bæði í mörgum greinum eða með marga hesta. Einnig er hægt að hljóta Heimahagabikarinn fyrir einstakt afrek. Þeir sem keppa í meistarflokki í íþróttakeppni hafa ekki möguleika á þessum bikar.

         Aðrir tilnefndir:

  • Eyrún Jónasdóttir
  • Hannes Brynjar Sigurgeirsson
  • Sigurlín F. Arnarsdóttir
  • Theodóra Jóna Guðnadóttir

Skeiðknapi ársins er Þorgeir Ólafsson

Skeiðknapi Geysis er sá knapi sem er félagsmaður í Geysir og keppir fyrir Geysir á keppnistímabilinu. Knapi sem hefur staðið framúr í skeiðgreinum á árinu. Sigrað á stórmótum og verið með breiðan árangur, bæði í mörgum greinum eða með marga hesta. Einnig er hægt að hljóta Skeiðskálina fyrir einstakt afrek.

  • Gústaf Ásgeir Hinriksson
  • Hans Þór Hilmarsson
  • Jón Ársæll Bergmann
  • Sigurður Sigurðsson

Mjölnisbikarinn 

Hlýtur sá Geysisfélagi sem hlotið hefur hæstu einkunn í forkeppni T1 töltkeppni á árinu. Skiptir ekki máli hvort eigandi hestsins sé í Geysir eða ekki.

  • Gústaf Ásgeir Hinriksson og Assa frá Miðhúsum 8.43 (Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR))

 

Knapi ársins er Ásmundur Ernir Snorrason

Hlýtur sá félagsmaður Geysis sem keppir fyrir Geysir á keppnistímabilinu. Knapi sem hefur staðið framúr á árinu. Sigrað á stórmótum og verið með breiðan árangur, bæði í mörgum greinum eða með marga hesta. Einnig er hægt að verða Knapi Geysis fyrir einstakt afrek.

 

Sjálfboðaliði ársins er Ólafur Þórisson

Ólafur Þórisson er sjálfboðaliði ársins Ljósmynd: Ólafur Ingi

 

Hryssubikar Geysis

Hlýtur sá Geysisfélagi sem er ræktandi og eigandi af hæðst dæmdu hryssu í kynbótadómi á árinu. Skiptir ekki máli hvort sá Geysisfélagi sé að keppa fyrir Geysis hönd á árinu eða sé aukafélagi í Geysir. Hryssa verður að vera í eigu ræktanda þegar hryssan fær sinn hæsta dóm.

  • Nóta frá Sumarliðabæ 2
    e: 8.67

Stóðhestabikar Geysis

Hlýtur sá Geysisfélagi sem er ræktandi og eigandi af hæðst dæmda stóðhest í kynbótadómi á árinu. Skiptir ekki máli hvort sá Geysisfélagi sé að keppa fyrir Geysis hönd á árinu eða sé aukafélagi í Geysir. Stóðhestur verður að vera í eigu ræktanda þegar stóðhesturinn fær sinn hæðsta dóm.

  • Agnar frá Margrètarhofi
    e: 8.59

Allir aldursflokkar kynbótahrossa bæði stóðhestar og hryssur

Ræktendur af hæst dæmdu stóðhestum og hryssum í öllum aldursflokkum fá verðlaunaplatta. Skiptir ekki máli hvort sá Geysisfélagi sé að keppa fyrir Geysis hönd á árinu eða sé aukafélagi í Geysir.

  • 7 vetra og eldri
    • Hryssa – Hildur frá Fákshólum, Jakob Svavar Sigurðsson
    • Stóðhestar – Frosti frá Hjarðartúni, Óskar Eyjólfsson
  • 6 vetra
    • Hryssa -Villimey frá Feti, Fet ehf.
    • Stóðhestur – Agnar frá Margrétarhofi, Margrétarhof hf.
  • 5 vetra
    • Hryssa – Nóta frá Sumarliðabæ 2, Birgir Már Ragnarsson
    • Stóðhestur – Baldvin frá Margrétarhofi, Margrétarhof hf.
  • 4 vetra
    • Hryssa – Kría frá Árbæ, Vigdís Þórarinsdóttir
    • Hryssa – Dama frá Hjarðartúni, Óskar Eyjólfsson
    • Stóðhestur – Svartur frá Vöðlum, Ástríður Lilja Guðjónsdóttir og Margeir Þorgeirsson

Keppnishestabú Geysis er Árbæjarhjáleiga II

Það ræktunarbú Geysis sem ræktar framúrskarandi keppnishross hlýtur bikar að nafni Keppnishestabú Geysis. Hér er farið yfir árangur allra þeirra hrossa sem vitað er um að séu að gera það gott á keppnisvellinum. Skiptir ekki máli hvort sá Geysisfélagi sé að keppa fyrir Geysis hönd á árinu eða sé aukafélagi í Geysir. Litið er til tilnefningar LH.

          Aðrir tilnefndir:

  • FET
  • Hjarðartún
  • Hvolsvöllur
  • Kirkjubær
  • Strandarhöfuð

Árbæjarhjáleiga 2 keppnishestabú ársins. Kristinn Guðnason og Hekla Katharina. Ljósmynd: Ólafur Ingi

 

Ræktunarbúbú Geysis er Sumarliðabær 2

Það ræktunarbú Geysis sem ræktar framúrskarandi kynbótahross hlýtur bikar að nafni Ræktunarbú Geysis.  Hér er farið yfir árangur allra þeirra hrossa sem vitað er um að séu að gera það gott á kynbótabrautinni. Skiptir ekki máli hvort sá Geysisfélagi sé að keppa fyrir Geysis hönd á árinu eða sé aukafélagi í Geysir. Farið er eftir sömu reglum og á landsvísu.

          Aðrir tilnefndir:

  • Fet
  • Hjarðartún

Ræktunarbú ársins er Sumarliðabær 2. F.v. Þorgeir Ólafsson, Birgitta Bjarnadóttir, Ólafur Ásgeirsson og Asa Ljungberg. Ljósmynd; Ólafur Ingi

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar