Frábær helgi framundan hjá hestamönnum
Menntahelgi landsliðsins er viðburður sem engin hestamaður ætti að láta framhjá sér fara hefst á morgun laugardag kl 10:00 á sýnikennslum.
Blaðamaður Eiðfaxa hitti þau Sigurbjörn Bárðarson, Sigvalda Lárus Guðmundsson og Heklu Katarínu Kristinsdóttir en þau bera hitan og þungan af dagskrá helgarinnar.
Dagskráin verður sem hér segir:
Laugardagur
Kl 10:00
Ragnhildur Haraldsdóttir: Tenging taumhringsvinnu við form og gangtegundir.
Guðmunda Ellen Sigurðardóttir: Tenging sætisnotkunar og taums, samhæfing knapa og hests
Hinrik Bragason: Undirbúningur fyrir gæðingaskeið – samspil í gleði og vilja í verki.
Glódís Sigurðardóttir: Auka skrefastærð með formi og stillingu.
Hádegishlé. Í hléinu verður hægt að kaupa dýrindis jólamat, súpu og sælgæti í sjoppunni. Allur ágóði af veitingasölu rennur til landsliðsins.
Helga Una Björnsdóttir: Slaktaumatölt – undirbúningur, aðferðir, hestgerðir
Jóhanna Margrét Snorradóttir: Hraðabreytingar, samspil safnandi hvetjandi og hamlandi æfingar.
Teitur Árnason: Viðhalda gleði með fjölhæfni og léttleika.
Dagskrá lýkur um kl 15:15
Sunnudagur – frítt inn!
Kl 13:00
Hæfileikamótun LH
Hlé. Í hléinu verður hægt að kaupa nýbakaðar vöfflur, heitt kakó og ýmislegt annað góðgæti í sjoppunni.
U21 Landsliðið
Dagskrá lýkur um kl 16:00