Landsamband hestamanna Sigurlína Erla Magnúsdóttir er Félagi ársins hjá LH

  • 30. nóvember 2024
  • Fréttir

Það voru Þórhildur Stefánsdóttir varaformaður LH og Ólafur Gunnarsson gjaldkeri sem veittu Sigurlínu verðlaunin á Menntaráðstefnu landsliðsins í Víðidal í dag. Ljósmynd: Jónína Sif

Félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar.

Stjórn LH óskaði eftir tilnefningum frá aðildarfélögum LH að félaga ársins, ásamt rökstuðningi fyrir valinu og var það í höndum félagsmanna að kjósa félaga ársins.

 

Félagi ársins árið 2024 er Sigurlína Erla Magnúsdóttir úr Skagfirðingi

Sigurlína hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins í mörg ár. Hún kom inn í stjórn Skagfirðings árið 2021, Meistaradeildar KS árið 2020 og stjórn reiðhallarinnar á Sauðárkróki (Flugu) árið 2022 sem formaður og og er enn í dag.

Sigurlína er “JÁ” manneskja, hún er alltaf boðin og búin til að aðstoða hvar sem þess gerist þörf. Hún er einn af drifkröftum í reiðhöllinni í Skagafirði ásamt því að standa vaktirnar í sjoppunni við fjáröflunarstarfið. Sigurlína hefur staðið vaktina við marga viðburði og mót á vegum Skagfirðings þar á meðal framkvæmdanefndum fyrir Íslandsmót og Landsmót.

Hún er jákvæð, drífandi og mjög svo óeigingjörn á sinn tíma fyrir félagið.

Sigurlína Erla Magnúsdóttir er Félagi ársins hjá LH Ljósmynd: Unnur Rún

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar