Alþjóðlegur stöðulisti í slaktaumatölt T2
Á heimasíðu Feif er að finna alþjóðlegan stöðulista ársins í ár byggða á einkunnagjöf í forkeppni alþjóðlegum mótum (WR). Þar eru tvær hæstu einkunnir knapa og hests lagðar saman og meðaltal þeirra raðar þeim niður á stöðulista.
Á næsta ári er framundan Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss og því áhugavert að skoða þessa stöðulista sem gefa fyrirheit um það hvers er að vænta á því móti. Ljóst er þó að við eigum ekki von á því að sjá öll þessi pör á því móti auk þess að fleiri knapar munu leggja meiri metnað og orku í næsta keppnistímabil með heimsmeistaramótið í huga. Við byrjun yfirferð okkar á slaktaumatölti
Slaktaumatölt T2
Í slaktaumatölti (T2) er Landsmótssigurvegarinn Ásmundur Ernir Snorrason á Hlökk frá Strandarhöfði efstur á stöðulista. Önnur er Susanne Birgisson á Krónu von der Hartmühle og þriðji er Daniel C. Schulz á Spuna vom Heesburg. Norðurlandameistarinn frá því í sumar Christina Lund á Lukku-Blesa frá Selfossi er í því fjórða og Ólafur Andri Guðmundsson á Draumi frá Feti er í fimmta sæti.
Ásmundur Ernir Snorrason er í landsliðshópi Íslands fyrir komandi tímabil en Ólafur Andri Guðmundsson er ekki á meðal þeirra. Búast má við því að ríkjandi heimsmeistari í slaktaumatölti, Máni Hilmarsson, setji stefnuna á að verja titilinn á Gljátoppi frá Miðhrauni en þeir hvíldu sig frá þátttöku í keppni á síðasta keppnistímabili.
T2 | |||
# | Knapi | Hestur | Einkunn |
1 | Ásmundur Ernir Snorrason | Hlökk frá Strandarhöfði | 8,65 |
2 | Susanne Birgisson | Króna von der Hartmühle | 8,5 |
3 | Daniel C. Schulz | Spuni vom Heesburg | 8,4 |
4 | Christina Lund | Lukku-Blesi frá Selfossi | 8,265 |
5 | Ólafur Andri Guðmundsson | Draumur frá Feti | 8,165 |