Bjarni Jónasson knapi ársins í Skagfirðingi

Bjarni Jónsson heldur á verðlaunagrip sem knapi ársins höndum á vinstri hönd er Elvar Einarsson formaður Hestamannafélagsins Skagfirðings. Ljósmynd: Facebooksíða Skagfirðings
Í gær fór fram uppskeruhátíð hestamannafélagins Skagfirðings fram þar sem knapar ársins hjá félaginu voru verðlaunaðir.
Knapi ársins í Skagfirðingi var Bjarni Jónasson. Hann átti góðu gengi að fagna á keppnisvellinum en hann var einnig útnefndur íþrótta -og gæðingaknapi ársins. Hann sigraði meðal annars fimmgang á WR Hólamóti og reið til úrslita í sömu grein á Landsmóti með Hörpu Sjöfn frá Hvolsvelli (7.43 í einkunn). Hann sigraði tölt á WR Hólamóti og Stórmóti Hrings með Dís frá Ytra-Vallholti en þau hlutu í sumar 8.06 í tölti T1 og riðu til B-úrslita í B-flokki á Landsmóti í sumar þar sem þau hlutu 8.82 í einkunn. Einnig átti Bjarni gott ár í gæðingaskeiði með Eðalstein frá Litlu-Brekku og Rúrik frá Sauðárkróki, Eind frá Grafarkoti í A-flokki og Leik frá Sauðárkróki í slaktaumatölti (8.17).
Aðrir tilnefndir til íþróttaknapa ársins voru Daniel Gunnarsson og Mette Mannseth en til gæðingaknapa ársins Finnbogi Bjarnason, Mette Mannseth og Skapti Steinbjörnsson.
Daníel Gunnarsson er skeiðknapi ársins. Hann vann til bronsverðlauna á Íslands -og Landsmóti í 150m skeiði á Skálmöld frá Torfunesi á tímanum 14.08 sekúndum, var í fyrsta og öðru sæti í 250m skeiði á WR Hólamóti ásamt því að sigra 250m skeið á Stórmóti Hrings. Daniel hefur einnig náð góðum árangri með fjölmörg hross í 250 m. skeiði og 100 m. skeiði, meðal annars með fjögur hross undir 8 sekúndum í 100m.

Daníel Gunnarsson Ljósmynd: Facebooksíða Skagfirðings

Þóranna Másdóttir Ljósmynd: Facebooksíða Skagfirðings

Þórgunnur Þórarinsdóttir. Ljósmynd: Facebooksíða Skagfirðings