Viking Masters Viking Master fer vel af stað á nýju ári

  • 15. janúar 2025
  • Fréttir

Elisa Graf og Óskasteinn vom Habichtswald stóðu efst í fimmgangi

Fyrsta keppnihelgin af fjórum yfirstaðinn

Síðasta helgi markaði upphaf þessa vetrar í Viking Masters mótaröðinni sem er haldin í Þýskalandi með þremur úrtökum á mismunandi stöðum þar í landi. Bestu knapar og hestar úr þessum úrtökum munu síðan keppa til úrslita í Münster í Þýskalandi þann 15. mars.

Þetta er annað sinn sem mótaröðin fer fram en framtakið vakti mikla athygli á síðasta keppnistímabili. „Við erum mjög ánægð með það að geta tekið á móti svo mörgum frábærum keppnispörum svo snemma á nýju ári, auk þess að vera þakklát fyrir þá virðingu og athygli sem viðburðinn hefur.“ Segir Henning Drath, ristjóri Eyja.net og forsvarsmaður Viking Master. „Keppni hófst um síðustu helgi á fallegri og nýrri hestamiðstöð, Pferdesportzentrum Lammetal, sem er staðsett í Lamnspring nálæst Hannorver. Næsta mót fer svo fram í Ellenbach 8.-9. febrúar og svo í Zweibrücken 22.-23. febrúar áður en lokakeppni fer svo fram í Münster.“

Af keppendum, sem tóku þátt um síðastliðna helgi má nefna að Jolly Schrenk og Kvistur vom Hagenbuch voru efst bæði í slaktaumatölti (T2) og tölti (T1) að lokinni undankeppni. Hún valdi svo að taka þátt í úrslitum í slaktaumatölti sem hún vann með glæsibrag. Dominique Dorn og Myrkri vom Kronshof voru svo besta parið í slaktaumatölti ungmenna, en sú grein var styrkt af Horses of Iceland. Heike Korter og Fálknir frá Ásmundarstöðum tryggðu sér miða í lokakeppnina með sigri í tölti sem styrkt var af Hrímni.

Gullverðlaunin í fjógangi (V1) á þessum viðburði, sem voru gefinn af Eques, komu í hlut Linnit Wanckel á Kviku vom Hasenwinkel en Linnit fékk einnig fjaðurverðlauna (e.feather prize) dómnefndar fyrir góða og fallega reiðmennsku. Elisa Graf og Óskasteinn vom Habichtswald unnu keppni í fimmgangi (F1) en þau verðlaun voru gefinn af Top Reiter.

Heildarúrslit frá helginni má nálgast með því að smella hér.

Eyja.net sýnir beint frá öllum viðburðum keppninnar og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá keppni á sunnudeginum.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar