Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Lið Hrímnis/Hest.is í Meistaradeildinni

  • 19. janúar 2025
  • Fréttir
Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hefst á fimmtudaginn.

Keppni í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hefst næstkomandi fimmtudagskvöld, 23. janúar. Þá verður keppt í fjórgangi og spennan er heldur að aukast. Meistaradeildin verður í beinni á www.eidfaxitv.is. 

Komið er að því að kynna annað liðið til leiks en það er lið Hrímnis/Hest.is. Tveir nýir knapar eru í liðinu og annar af þeim er nýliði í deildinni, hún Valdís Björk Guðmundsdóttir. Samkvæmt heimildum Eiðfaxa mætir hún í fyrstu grein á Krika frá Krika en gaman verður að sjá frumraun hennar í deildinni.

Dregið verður í rásröð á þriðjudaginn í opinni dagskrá.

Liðsmenn þess eru

  • Viðar Ingólfsson – Liðsstjóri
  • Ásmundur Ernir Snorrason
  • Flosi Ólafsson
  • Valdís Björk Guðmundsdóttir
  • Sigurður Sigurðarson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar