Lið Sumarliðabæjar í Meistaradeildinni
Keppni í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hefst næstkomandi fimmtudagskvöld, 23. janúar. Þá verður keppt í fjórgangi og spennan er heldur að aukast. Meistaradeildin verður í beinni á www.eidfaxitv.is.
Nú kynnum við til leiks lið Sumarliðabæjar, Þorgeir Ólafsson, yfirtamningarmaður í Sumarliðabæ er liðsstjóri og hann nýtur krafta Guðmunds Björgvinssonar sem er einn af reynsluboltunum í Meistaradeildinni. Þá eru þau Benjamín Sandur Ingólfsson, Jón Ársæll Bergmann og Védís Huld Sigurðardóttir einnig í liðinu, marg verðlaunaðir og sigursælir knapar sem munu láta til sín taka í vetur.
Lið Sumarliðabæjar
Þorgeir Ólafsson – Liðsstjóri
Guðmundur Björgvinsson
Jón Ársæll Bergmann
Benjamín Sandur Ingólfsson
Védís Huld Sigurðardóttir