Reiðhallarsýning í Borgarnesi 12. apríl

  • 20. janúar 2025
  • Fréttir

Veðrið lék við móts gesti á Fjórðungsmóti árið 2021 Ljósmynd: Gísli Guðjónsson

Fjórðungsmót verður haldið í Borgarnesi á komandi sumri nánar tiltekið dagana 3.-6.júlí. Mikill hugur er í forsvarsaðilum mótsins og verður allt gert til að gera það hið glæsilegasta segir í tilkynningu frá undirbúningsnefndinni.

Stjórn Vesturlandsdeildarinnar hafa í samvinnu við stjórn Fjórðungsmótsins hafið undirbúning að reiðhallarsýningu sem verður í Faxaborg, reiðhöllinni í Borgarnesi. Markmiðið er að sýningin verði fjölbreytt með léttleika og gæðum í fyrirúmi. Sýningarstjórar verða Ólafur Tryggvason og Halldór Sigurkarlsson en aðrir í undirbúningsnefndinni eru Eyþór Gíslason, Tinna Jónsdóttir, Jón Bjarni Þorvarðarson og Lárus Ástmar Hannesson.

Í þessari sömu tilkynningu kemur fram að Magnús Benediktsson hafi verið ráðinn framkvæmdarstjóri Fjórðungsmótsins en hann sinnti þeirri sömu stöðu síðast þegar mótið var haldið árið 2021 sem þótti takast vel.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar