Reiðhallarsýning í Borgarnesi 12. apríl
Fjórðungsmót verður haldið í Borgarnesi á komandi sumri nánar tiltekið dagana 3.-6.júlí. Mikill hugur er í forsvarsaðilum mótsins og verður allt gert til að gera það hið glæsilegasta segir í tilkynningu frá undirbúningsnefndinni.
Stjórn Vesturlandsdeildarinnar hafa í samvinnu við stjórn Fjórðungsmótsins hafið undirbúning að reiðhallarsýningu sem verður í Faxaborg, reiðhöllinni í Borgarnesi. Markmiðið er að sýningin verði fjölbreytt með léttleika og gæðum í fyrirúmi. Sýningarstjórar verða Ólafur Tryggvason og Halldór Sigurkarlsson en aðrir í undirbúningsnefndinni eru Eyþór Gíslason, Tinna Jónsdóttir, Jón Bjarni Þorvarðarson og Lárus Ástmar Hannesson.
Í þessari sömu tilkynningu kemur fram að Magnús Benediktsson hafi verið ráðinn framkvæmdarstjóri Fjórðungsmótsins en hann sinnti þeirri sömu stöðu síðast þegar mótið var haldið árið 2021 sem þótti takast vel.