Dregið í rásröð í Meistaradeildinni
Það er alltaf mikil eftirvænting fyrir fjórgangnum í Meistaradeildinni en fyrir mörgum markar hann upphafið á keppnistímabilinu. Keppni hefst kl. 19:00 á fimmtudaginn næsta, 23. janúar. Keppnin fer fram í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli og er frítt inn. Eins og í fyrra verða frábærar veitingar í boði fyrir áhorfendur í HorseDay höllinni. Þeir sem panta fyrir fram á hlaðborðið fá í kaupbæti frátekið sæti á besta stað í stúkunni en húsið opnar kl. 17:00. Pantanir fara fram HÉR.
Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt geta horft á keppnina í beinni útsendingu á Eiðfaxa TV en það er um að gera að tryggja sér áskrift sem fyrst.
Í kvöld verður dregið í rásröð fyrir fjórganginn og þá sjáum við hvaða hesta knapar deildarinnar mæta með á fimmtudaginn. Ráslisti fjórgangsins hefur undanfarin ár verið ein mest lesna frétt Eiðfaxa sem sýnir hversu mikil eftirvæntingin er fyrir deildinni.
Fylgstu með í kvöld þegar dregið verður í rásröð kl. 20:00 á Eiðfaxa í opinni dagskrá.