Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Ráslistinn klár fyrir fjórganginn

  • 21. janúar 2025
  • Fréttir

Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ ríða á vaðið í Meistaradeildinni í ár. Mynd: Carolin Giese.

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hefur göngu sína á fimmtudaginn.

Í kvöld var dregið í rásröð fyrir fjórganginn í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum.

Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ ríða á vaðið, reynslu mikið par og voru þau í A úrslitum í deildinni í fyrra. Af þeim pörum sem voru í úrslitum í fyrra mæta einnig aftur Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðsstöðum og Gústaf Ásgeir Hinriksson og Assa frá Miðhúsum.

Jakob Svavar Sigurðsson vann fjórganginn í fyrra á Skarp frá Kýrholti en hann mætir með Kór frá Skálakoti í ár en gaman verður að sjá þá þreyta keppni í fjórgangi.

Það er mikið af nýjum og spennandi pörum á ráslistanum. Drangur frá Steinnesi var efstur í elsta flokki stóðhesta á síðasta Landsmóti og ætlar nú að þreyta frumraun sína í keppni með knapa sínum Eyrúnu Ýr Pálsdóttur. Arnhildur Helgadóttir vann einstaklingskeppnina í 1. deildinni í fyrra og er nú mætt í Meistaradeildina en hún og Vala frá Hjarðartúni eru skráðar í fjórganginn. Jón Ársæll Bergmann mætir með Halldóru frá Hólaborg en hún var hæst dæmda klárhryssan í fyrra og Nils Christian Larsen er mættur alla leið frá Noregi til þess að taka þátt í deildinni og mætir með Hafliða frá Bjarkarey í fjórganginn.

Þetta eru bara nokkur af þeim pörum sem skráð eru til leiks en hér fyrir neðan er hægt að sjá ráslistann fyrir fjórganginn.

Keppni í Meistaradeildinni hefst kl. 19:00 í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli á fimmtudaginn. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt geta keypt horft á mótið í beinni útsendingu á Eiðfaxa TV en útsending hefst kl. 18:30.

Ráslisti – Fjórgangur V1 Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur
Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Lið
1 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Gjafar frá Hvoli Ösp frá Kollaleiru Ganghestar/Margrétarhof
2 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bútur frá Litla-Dal Bátur frá Brúnum Sýning frá Litla-Dal Hestvit/Árbakki
3 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka Loki frá Selfossi Gola frá Þjórsárbakka Sumarliðabær
4 Valdís Björk Guðmundsdóttir Kriki frá Krika Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum Þrenning frá Kaldbak Hrímnir/Hest.is
5 Hanna Rún Ingibergsdóttir Hvarmur frá Brautarholti Arion frá Eystra-Fróðholti Arða frá Brautarholti Fet/Pula
6 Eyrún Ýr Pálsdóttir Drangur frá Steinnesi Draupnir frá Stuðlum Ólga frá Steinnesi Top Reiter
7 Benjamín Sandur Ingólfsson Elding frá Hrímnisholti Lord frá Vatnsleysu Lyfting frá Miðkoti Uppboðssæti
8 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað Skýr frá Skálakoti Ófelía frá Holtsmúla 1 Hjarðartún
9 Bylgja Gauksdóttir Goði frá Garðabæ Straumur frá Feti Hnota frá Garðabæ Fet/Pula
10 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Loki frá Selfossi Sunna frá Sumarliðabæ 2 Hrímnir/Hest.is
11 Sara Sigurbjörnsdóttir Dökkvi frá Engjavatni Frami frá Ketilsstöðum Dögg frá Steinnesi Ganghestar/Margrétarhof
12 Teitur Árnason Úlfur frá Hrafnagili Auður frá Lundum II Rauðhetta frá Holti 2 Top Reiter
13 Védís Huld Sigurðardóttir Ísak frá Þjórsárbakka Herkúles frá Ragnheiðarstöðum Elding frá Hóli Sumarliðabær
14 Glódís Rún Sigurðardóttir Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum Loki frá Selfossi Hátíð frá Úlfsstöðum Hestvit/Árbakki
15 Arnhildur Helgadóttir Vala frá Hjarðartúni Hrókur frá Hjarðartúni Mánadís frá Víðidal Hjarðartún
16 Bjarni Jónasson Alda frá Dalsholti Jökull frá Rauðalæk Rún frá Laugabóli Fet/Pula
17 Sigurður Sigurðarson Runni frá Vindási Spuni frá Vesturkoti Viðja frá Vindási Hrímnir/Hest.is
18 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum Rammi frá Búlandi Gyðja frá Hólshúsum Hestvit/Árbakki
19 Jakob Svavar Sigurðsson Kór frá Skálakoti Konsert frá Hofi Sál frá Skálakoti Hjarðartún
20 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg Leiknir frá Vakurstöðum Gefjun frá Litlu-Sandvík Sumarliðabær
21 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Pan frá Breiðstöðum Dúkka frá Úlfsstöðum Ganghestar/Margrétarhof
22 Nils Christian Larsen Hafliði frá Bjarkarey Sær frá Bakkakoti Björk frá Vindási Top Reiter

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar