Meistaradeildin í opinni dagskrá í kvöld!
Í tilefni af fyrstu útsendingu EiðfaxaTV frá Meistaradeildinni í hestaíþróttum höfum við ákveðið að bjóða upp á opna útsendingu frá kvöldinu.
Með því gefum við landsmönnum öllum tækifæri á því að sjá flinka knapa og frábæra knapa etja kappi.
Útsendinguna má nálgast með því að smella hér og á Sjónvarpi Símans undir útsendingum frá Eiðfaxa sem finna má í aðalvalmynd í viðmóti þeirra.
Góða skemmtun og megi sá besti vinna.