Aðalheiður og Flóvent unnu fjórganginn
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum unnu nokkuð öruggan sigur í fjórgangnum, Þau áttu nokkuð jafna og góða sýningu og voru framúrskarandi á stökki. Þau hlutu 8,03 í einkunn.
Annar varð Jón Ársæll Bergmann á Halldóru frá Hólaborg með 7,60 í einkunn og í þriðja sæti varð Eyrún Ýr Pálsdóttir á Drangi frá Steinnesi með 7,53 í einkunn.
Heilt yfir gekk þetta ágætlega. Sterkir hestar og gaman að sjá marga unga hesta að spreyta sig í sinni fyrstu keppni.
Liðaplattann hlaut lið Sumarliðabæjar en þau fengu 49 stig. Keppendur fyrir Sumarliðabæ voru þau Jón Ársæll Bergmann, Þorgeir Ólafsson og Védís Huld Sigurðardóttir. Annað í röðinni er lið Hrímnis/Hest.is með 39,5 stig og þriðja varð lið Hestvit/Árbakka með 38 stig.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá stöðuna í liðakeppninni sem og niðurstöður úr A úrslitunum og forkeppni.
A úrslit – Fjórgangur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 8,03
2 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg 7,60
3 Eyrún Ýr Pálsdóttir Drangur frá Steinnesi 7,53
4 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 7,40
5 Glódís Rún Sigurðardóttir Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum 7,33
6 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum 7,30
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 7,90
2 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum 7,50
3 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg 7,37
4 Eyrún Ýr Pálsdóttir Drangur frá Steinnesi 7,23
5-8 Védís Huld Sigurðardóttir Ísak frá Þjórsárbakka 7,20
5-8 Glódís Rún Sigurðardóttir Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum 7,20
5-8 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka 7,20
5-8 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 7,20
9 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ 7,17
10-11 Sigurður Sigurðarson Runni frá Vindási 7,10
10-11 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað 7,10
12 Valdís Björk Guðmundsdóttir Kriki frá Krika 7,07
13-14 Teitur Árnason Úlfur frá Hrafnagili 6,83
13-14 Bylgja Gauksdóttir Goði frá Garðabæ 6,83
15 Arnhildur Helgadóttir Vala frá Hjarðartúni 6,80
16 Hanna Rún Ingibergsdóttir Hvarmur frá Brautarholti 6,67
17 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bútur frá Litla-Dal 6,63
18 Jakob Svavar Sigurðsson Kór frá Skálakoti 6,43
19 Nils Christian Larsen Hafliði frá Bjarkarey 6,33
20 Sara Sigurbjörnsdóttir Dökkvi frá Engjavatni 6,30
21 Bjarni Jónasson Alda frá Dalsholti 5,77
22 Benjamín Sandur Ingólfsson Elding frá Hrímnisholti 5,60
Meistaradeild – Liðakeppni
Sæti Lið
1 Sumarliðabær 49
2 Hrímnir / Hest.is 39.5
3 Hestvit / Árbakki 38
4 Ganghestar / Margrétarhof 36
5 Top Reiter 30.5
6 Hjarðartún 22.5
7 Fet / Pula 15.5