Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Hápunktar fjórgangsins í Meistaradeildinni

  • 24. janúar 2025
  • Sjónvarp Fréttir

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðsstöðum, sigurvegarar fjórgangsins. Mynd: Carolin Giese

Það var veisla í HorseDay höllinni í gær þegar fyrsta keppni í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram.

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum unnu nokkuð öruggan sigur með 8,03 í einkunn. Góð byrjun hjá Aðalheiði í deildinni en þau léku þennan sama leik árið 2023 og unnu þá einnig slaktaumatöltið sama ár.

Í öðru sæti endaði Jón Ársæll Bergmann á Halldóru frá Hólaborg með 7,60 í einkunn. Þetta er annað árið þeirra saman í keppni en þau enduðu m.a. í öðru sæti á Íslandsmóti ungmenna í fyrra. Halldóra var jafnframt hæst dæmda klárhryssa ársins í fyrra og var Jón Ársæll sýnandi.

Það var einnig gaman að sjá mörg ný hross vera stíga sín fyrstu skref á keppnisvellinum en Drangur frá Steinnesi var einn af þeim og endaði hann og knapi hans Eyrún Ýr Pálsdóttir í þriðja sæti í gær með 7,53 í einkunn. Ekki amaleg byrjun á keppnisferilinum.

Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfði enduðu í fjórða sæti með 7,40 í einkunn, Glódís Rún Sigurðardóttir á Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum voru í fimmta með 7,33 í einkunn og í sjötta endaði Gústaf Ásgeir Hinriksson á Össu frá Miðhúsum með 7,30 í einkunn.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar