„Margra ára vinna að byggja upp góðan keppnishest“
Keppnistímabilið í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hófst með miklum krafti á fimmtudagskvöldið. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum stóðu uppi sem sigurvegarar og endurtóku með því leikinn frá árinu 2023. Hún mætti í viðtal til þeirra Huldu Geirsdóttur og Heklu Katharínu Kristinsdóttur.
„Þetta er búið að taka mörg ár og snýst fyrst og fremst um að finna hest sem maður heldur að hafi getuna til að fara alla leið. Hann þarf að vera með allar gangtegundir til staðar og vera heill í hausnum. Síðan tekur við að byggja hann upp og er það margra ára vinna að byggja upp vöðva, styrk og kjark.“ Hafði sigurvegarinn Aðalheiður Annar meðal annars að segja í áhugaverður viðtali sem má hlusta á og horfa á hér fyrir neðan.
Tryggðu þér áskrift að EiðfaxaTV og fylgdu keppni í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum í vetur og svo miklu meira.
HÉR ER HÆGT AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ EIÐFAXA TV
Eiðfaxi TV er aðgengilegt á vefnum, í snjallsímum, Apple TV, Android TV, Google TV og Amazon Fire TV.
Ef einhverjar spurningar vakna eða þú þarft aðstoð vegna kaupa á áskrift þá getur þú sent okkur tölvupóst á help@eidfaxitv.is.