Í kvöld kemur í ljós hverjir taka þátt í slaktaumatöltinu!
Keppni í slaktaumatölti í Meistaradeild Líflands fer fram í HorseDay höllinni Ingólfshvoli næstkomandi fimmtudagskvöld. Keppnin hefst klukkan 19:00 og er frítt inn í boði Hringdu. Hvaða knapar og hestar mæta til leiks kemur í ljós í kvöld þegar dregið verður í rásröð á EiðfaxiTV klukkan 20:00 í kvöld.
Á síðasta keppnistímabili var það Glódís Rún Sigurðardóttir og Breki frá Austurási sem unnu keppni í slaktaumatölti með 8,04 í einkunn. Breki er nú seldur til Þýskalands og því ljóst að Glódís mætir ekki til leiks á honum.
Í fyrra fóru A-úrslitin á þann veg sem sést hér fyrir neðan og líklegt verður að teljast að flest af þessum pörum verði á meðal keppenda á fimmtudaginn. Allt kemur þetta þó í ljós og stefnir í spennandi keppni, líkt og alltaf i Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum
A úrslit – Slaktaumatölt – Meistaradeild
Sæti Knapi Hross Lið Einkunn
1 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási Hestvit/Árbakki 8,04
2 Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum Hjarðartún 8,00
3 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Hrímnir/Hest.is 7,88
4 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Ganghestar/Margrétarhof 7,71
5 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 7,62
6 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað Hjarðartún 7,25
HÉR ER HÆGT AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ EIÐFAXA TV
Eiðfaxi TV er aðgengilegt á vefnum, í snjallsímum, Apple TV, Android TV, Google TV og Amazon Fire TV.
Ef einhverjar spurningar vakna eða þú þarft aðstoð vegna kaupa á áskrift þá getur þú sent okkur tölvupóst á help@eidfaxitv.is.