Viðbótar íþróttareglur sem taka gildi 1. apríl
Fulltrúaþing FEIF fór fram í gegnum samskiptaforritið Zoom þann 28. janúar. þar sem m.a. var endurkjörin hluti stjórnar FEIF en einnig voru ákveðnar reglur varðandi kynbótasýningar og keppni endurbættar og útskýrðar.
Það er mikilvægt fyrir knapa sem taka þátt í hinum ýmsu keppnum og/eða kynbótasýningu að kynna sér nýjar reglur en þær taka gildi þann 1. apríl.
Hér á eftir eru umfjöllun um nokkrar breytingar sem gerðar verða á reglunum er varða hámarksfjölda keppnisgreina sem hver hestur getur tekið þátt í á einum degi, tap á skeifu, rangar járningar eða afskráningar.
Allar tillögur íþróttanefndar FEIF til þingsins, sem má finna í heild sinni HÉR, voru samþykktar og mun þeim því verða fylgt eftir á alþjóðlegum mótum í framtíðinni.
Hámarksfjöldi keppnisgreina á hest á dag:
- Fimm vetra hestur, ein keppnisgrein á dag.
- Sex vetra hestur, tvær keppnisgreinar á dag.
- Sjö vetra og eldri hestur, þrjár keppnisgreinar á dag.
- Fyrir gæðingaskeið, flugskeið, 250 m. og 150 m. skeið þá eru tveir sprettir sama dag taldir sem eitt start. Að fara aðeins einn sprett í gæðingaskeiði, flugskeiði, 250 m. og 150 m. skeið telst líka sem eitt start.
- Hestar mega keppa oftar en einu sinni í sömu keppnisgrein ef það er í öðrum aldursflokki.
Hestur missir skeifu
Ef hestur missir skeifu eða járning skemmist í miðri keppni þarf knapi að hætta keppni. Þegar einn af dómurunum sem eru að dæma er viss um að hesturinn hafi misst skeifu og reiðmaður heldur áfram, þarf dómari að stöðva keppnina fyrir þessa.
Greinar á skeiðbraut: Ef þetta gerist í miðjum spretti verður ekki gefin einkunn og/eða tími fyrir þennan sprett. Ef tekið er eftir að það vanti skeifu í fótaskoðun þá þurrkast árangurinn út.
Allar aðrar keppnisgreinar: Ef þetta gerist í forkeppni fær knapinn ekki einkunn og árangur hans þurrkast út. Ef þetta gerist í úrslitum haldast þær einkunnir sem gefnar voru áður en skeifan fór inni og telja með í lokaeinkunn. Knapi fær „0“ í einkunn fyrir atriðin sem eftir voru.
Ef tekið er eftir að það vanti skeifu í fótaskoðun eftir forkeppni þurrkast árangur út. Í fótaskoðun eftir úrslit fær knapi „0“ í einkunn fyrir síðasta atriðið.
Ólögleg járning
Ef að hross/par er með ólöglega járningu þegar þeir koma til fótaskoðunar þurrkast allur árangur þeirra út í þeirri keppnisgrein og öllum þeim sem hann hafði áður tekið þátt í á mótinu. Það er möguleiki að fá að járna upp hestinn með leyfi frá yfirdómara og parið getur keppt í næstu greinum sem þeir eru skráðir í á mótinu.
Afskráningar
Í keppnum þar sem engin lið taka þátt, er búist við að knapar og hestar mæti í úrslit nema annað sé tekið fram einni klukkustund áður en fyrsta úrslitakeppni hefst í viðkomandi keppnisgrein.
Ef knapi er með tvö eða fleiri hross í A- B- eða C úrslitum verða þeir að tilkynna hvaða hest þeir ætla að mæta með amk einni klukkustund áður en úrslit hefjast.