Öll mót Spretts í beinni á EiðfaxaTV

Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri Eiðfaxa og Jónína Björk Vilhjálmsdóttir, formaður hestamannafélagsins Spretts hafa undirritað samninga til tveggja ára um sýningarrétt frá mótum á vegum félagsins. Hestamannafélagið Sprettur er eitt stærsta félag landsins og öflugt í mótahaldi á félagssvæði sínu í Kópavogi og Garðabæ.
Með þessum samningi tryggir EiðfaxiTV sér Íslandsmótið í gæðingalist 27. apríl, Íþróttamót Spretts sem fer fram dagana 8. – 11. maí, gæðingamót Spretts og Fáks síðustu helgina í maí og Metamót Spretts sem er í byrjun september.
Þessi mót bætast við sumardagskrá EiðfaxaTV sem nú er að taka á sig mynd en búið er að undirrita samning við hestamannafélögin Sleipni og Geysi um sýningarréttinn frá mótum sem fram fara á Selfossi og Hellu í sumar.
HÉR ER HÆGT AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ EIÐFAXA TV
Eiðfaxi TV er aðgengilegt á vefnum, í snjallsímum, Apple TV, Android TV, Google TV og Amazon Fire TV.
Ef einhverjar spurningar vakna eða þú þarft aðstoð vegna kaupa á áskrift þá getur þú sent okkur tölvupóst á help@eidfaxitv.is.