Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Meistaradeildinni frestað um klukkustund í kvöld

  • 6. febrúar 2025
  • Fréttir
Keppni í Meistaradeildinni hefst stundvíslega kl. 20:00 í HorseDay höllinni í kvöld.

Ákveðið hefur verið að fresta um klukkustund keppni í slaktaumatölti í Meistaradeildar Líflands. Viðburðurinn mun því hefjast kl. 20:00 í stað 19:00.

HRINGDU býður frítt í stúkuna, þannig að áhorfendur geta tryggt sér sæti og upplifað keppnina í einstakri stemningu á staðnum. Fyrir þá sem vilja gera kvöldið enn betra verða veitingar í boði, m.a. glæsilegt hlaðborð. Gestir sem panta fyrir fram fá frátekið sæti á besta stað í stúkunni. Pantanir fara fram á Dineout.is. Húsið opnar klukkan 17:00

Það er ekkert annað í stöðunni en að panta sér mat, koma á staðinn, njóta matarins og samverunnar og ekki síst hestakostsins.

Við biðjum keppendur, áhorfendur og aðra gesti velvirðingar á breytingunni og þökkum fyrir skilninginn.

Sjáumst í HorseDay höllinni ekki seinna en klukkan 20:00!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar