„Tækni sem ég lærði hjá íþróttasálfræðingi“
![](https://eidfaxi.is/wp-content/uploads/2025/02/md_lina3-533x800.jpeg)
Ljósmynd: Lina/linaimages
Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfði stóðu uppi sem sigurvegarar í slaktaumatölti í Meistaradeildinni í gær. Þau leiddu að lokinni forkeppni og héldu þeirri forystu í úrslitunum.
Að loknum úrslitunum settist Ásmundur niður með þeim Huldu Geirsdóttir og Heklu Katharinu Kristinsdóttur sem sáu um að lýsa keppni gærkvöldsins fyrir áskrifendum. Úr varð áhugavert viðtal þar sem farið er um víðan völl í þjálfun Hlakkar, feril þeirra saman og ekki síst andlega þáttinn sem knapar, líkt og annað íþróttafólk þarf að hafa á hreinu.
Viðtalið má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.
HÉR ER HÆGT AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ EIÐFAXA TV
Eiðfaxi TV er aðgengilegt á vefnum, í snjallsímum, Apple TV, Android TV, Google TV og Amazon Fire TV.
Ef einhverjar spurningar vakna eða þú þarft aðstoð vegna kaupa á áskrift þá getur þú sent okkur tölvupóst á help@eidfaxitv.is.