Hulinn hefur skipt um eigendur

  • 11. febrúar 2025
  • Fréttir

Hulinn og Aðalheiður Anna á Landsmótinu í Reykjavík. Ljósmynd: KollaGr

Einn af eftirtektarverðustu stóðhestum síðasta árs, Hulinn frá Breiðstöðum, hefur nú skipt um eigendur.  Samkvæmt þýska miðlinum Eyja.net heldur hann til Þýskalands seinna á þessu ári.

Nýjir eigendur hans eru Anja Egger-Meier og Kronshof GbR. Á Kronshof er það Schenzel fjölskyldan sem ræður ríkjum og verður að teljast líklegt að þar verði stefnt með hann í keppni auk þess að halda við hann hryssum.

Hulinn sló eftirminnilega í gegn á Landsmótinu í Reykjavík í fyrrasumar sýndur og þjálfaður af Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur. Þar hlaut hann 8,75 fyrir hæfileika með 10,0 fyrir samstarfsvilja og 9,5 fyrir tölt, brokk, hægt stökk, fegurð í reið og hægt stökk. Ræktandi Hulins er Guðrún Astrid Elvarsdóttir hann er undan Kveiki frá Stangarlæk 1 og Díönu frá Breiðstöðum.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar