Námskeið í unghrossamati

  • 11. febrúar 2025
  • Tilkynning
Námskeið í unghrossamati í samstarfi HSS og Magnúsar Lárussonar

Hrossaræktarsamtök Suðurlands bjóða í samstarfi við Magnús Lárusson upp á tveggja daga námskeið fyrir félagsmenn sambandsins í að meta útlit, hreyfingar og skapgerð unghrossa á skipulagðan hátt.

Unghrossamatið getur hjálpað hesteigendum að átta sig á eiginleikum unghrossa sinna og hvernig unghrossin falla að framtíðarmarkmiðum eigenda sinna.

Unghross, sem undirgangast þetta mat, eru taminn á ákveðinn og kerfisbundinn hátt til geta metið byggingu, hreyfingar og skapgerð þeirra. Þessi tamning auðveldar alla meðhöndlun í uppvexti og flýtir fyrir allri tamingu í reið síðar meir.

Námskeiðið er blanda af fræðilegum upplýsingum, sýnikennsu og verklegum æfingum. Farið er í hvernig unghross breytast í útliti með aldri, hvernig þau læra, hvað þarf að kenna þeim og hvernig þau hreyfa sig. Verklegar æfingar eru sýndar og kenndar þátttakendum til að spekja og temja unghrossin. Síðast en ekki síst er þátttakendum kennt að meta eiginleika unghrossa með tilliti til framtíðarhlutverks þeirra.

Hver þátttakandi getur komið með eitt tryppi til að vinna með og meta.

Námskeiðið er haldið helgina 22-23. febrúar í Holtsmúla 1 og byrjar kl. 9:30 og lýkur 17:00 báða dagana.

Námskeiðsgjaldið er 35.000 kr. Nauðsynlegar veitingar bæði fyrir menn og hesta eru innifaldar í gjaldinu.

Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Magnúsi Lárussyni í síma: 659 2238 og netfang: maggilar4321@gmail.com.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar