1. deildin í hestaíþróttum Lið Sportfáka í 1.deildinni

  • 16. febrúar 2025
  • Tilkynning

Áfram höldum við að kynna til leiks lið í 1.deildinni. Lið Sportfáka stóð efst í liðakeppninni í fyrra og er því spennandi að fylgjast með því í ár. Liðið er skipað Önnu Björk Ólafsdóttur, Snorra Dal, Ingibergi Árnasyni ný inní liðið koma þau Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Þorgils Kári Sigurðsson

Anna Björk Ólafsdóttir er menntaður þjálfari frá ÍSÍ og starfar hjá Sportfákum í Sörla í Hafnarfirði. Henni hefur gengið vel á keppnisbrautinni undanfarin ár og er meðal annars Íslandsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum, hefur verið í B-úrslitum í B-flokk á Landsmóti og þriðja sæti í T1 á World Tölt svo eitthvað sé nefnt.

Snorri Dal er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla. Hann starfar hjá fyrirtækinu Sportfákar sem er með aðstöðu í Sörla í Hafnarfirði. Snorri á farsælan feril á keppnisbrautinni en þar má telja upp sigur í B-flokk og 150m skeiði á Landsmóti, tveir Íslandsmeistaratitlar í fjórgangi V1 ásamt því að hafa riðið til úrslita á bæði Heimsmeistaramóti og Norðurlandamóti.

Ingibergur Árnason starfar hjá Auglýsingavörum og stundar hestamennsku í Sörla í Hafnarfirði. Hann hefur verið áberandi á keppnisbrautinni undanfarin ár og þá sérstaklega á skeiðbrautinni á hryssunni Sólveigu frá Kirkjubæ.

Sunna Sigríður Guðmundsdóttir er útskrifaður reiðkennari frá Hólum og starfar við tamningar í Austurási

Þorgils Kári Sigurðsson starfar við þjálfun og tamningu hrossa í Kolsholti í Flóa.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar