Sýnikennsla með Glódísi og Védísi

Fimmtudaginn 20. febrúar klukkan 19:00 ætlar hestamannafélagið Ljúfur að standa fyrir sýnikennslu með margföldum meisturum, þeim systrum Glódísi Rún og Védísi Huld Sigurðardætrum.
Sýnikennslan mun fara fram í reiðhöll Eldhesta.
„Glódís og Védís hafa verið framarlega á keppnisbrautinni frá blautu barnsbeini. Þær hafa verið að ná eftirtektarverðum árangri meðal annars í Meistaradeildinni þar sem þær sýna af sér vandaða og fallega reiðmennsku. Það er áhugavert að fá innsýn í þeirra þjálfunaraðferðir og hugmyndafræði. Þær ætla að sýna okkur hvernig þær undirbúa hrossin fyrir keppni, ásamt því að gefa góð ráð því tengdu.
Hlökkum til að sjá sem flesta,“ segir í fréttatilkynningu.
Frítt er fyrir skuldlausa Ljúfsfélaga en aðgangseyrir er 2000 fyrir aðra.