Framundan í vikunni

Það er nóg um að vera í hestamennskunni og er þessi vika engin undantekning. Eiðfaxi ætlar að setja hér niður helstu viðburði vikunnar. Ef þú veistu af einhverjum fleirum máttu endilega benda okkur á það.
Þriðjudagur 25. febrúar
- Keppni í Vesturlandsdeildinni byrjar en fyrsta grein er fjórgangur.
Miðvikudagur 26. febrúar
- Meistaradeild KS á Sauðárkróki hefst og keppt verður í fjórgangi.
Föstudagur 28. febrúar
- Það er komið að fimmgangnum í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Mótið er sýnt í beinni á EiðfaxaTV.
Laugardagur 1. mars
- Hestamannafélagið Geysir heldur vetrarmót.
- Skagfirksa mótaröðin heldur áfram og verður keppt í fimmgangi og slaktaumatölti.
- Mývatn Open á Stakhólstjörn.