Hestamannafélagið Geysir Fræðslukvöld með Dr.Susanne Braun

  • 25. febrúar 2025
  • Tilkynning
Á milli hests og knapi - hvaða skilaboð leynir sig í útliti og líkamsbeitingu hestsins.

Fræðslunefnd Geysis auglýsir fræðslu með Súsi Braun dýralækni á Skeiðvangi á Hvolsvelli þann 26.2 klukkan 19-21. Þetta er bæði fyrirlestur og verklegur þáttur.

Heiti fyrirlestursins er: Á milli hests og knapi – hvaða skilaboð leynir sig í útliti og líkamsbeitingu hestsins.

Dr. Susanne Braun, fagdýralæknir fyrir hestasjúkdóma og IVCA kírópraktor.

Susi hefur vakið athygli manna með óhefðbundnum lækningaraðferðum en meðfram herðbundnum dýralækningum stundar hún hnykkingar á hestum. Tilgangurinn með hnykkingum er að jafna hreyfigetuna í hryggjarliðum. Susi segir að hnykkingar reyni frekar á tækni en krafta.

Í fyrirlestrinum kynnir hún m.a. hnykkingarmeðferð og teygjuæfingar.

Boðið verður upp á fyrirlestur og sýnikennslu. Sýnt verður hvernig er hægt að greina skekkju eða læsingu í hestunum og hvernig er hægt að losa þær.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar