Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum „Fáum okkur kaffi í Olís“

  • 1. mars 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Lið Sumarliðabæjar trónir á toppnum

Lið Sumarliðabæjar rakaði inn stigunum í liðakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Allir knapar liðsins sem kepptu það kvöld voru í úrslitum. Þorgeir Ólafsson sigraði á Aþenu frá Þjóðólfshaga, Jón Ársæll Bergmann á Hörpu frá Höskuldsstöðum endaði í öðru sæti og Benjamín Sandur Ingólfsson á Pandóru frá Þjóðólfshaga 1 var í 5. sæti. Aðrir liðsmenn eru Védís Huld Sigurðardóttir og Guðmundur F. Björgvinsson en þau sátu hjá í þetta skiptið.

Liðið hlaut í heildina 58 stig fyrir fimmganginn en mest geta lið nælt sér í 60 stig á kvöldi. Mikilvæg stig í hús en samtals er liðið með 142,5 stig, 32 stigum á undan næsta liði sem er lið Hjarðartúns með 110,5 og þar á eftir er lið Top Reiter með 105,5 stig.

Það er mikil spennan í liðakeppninni og nóg af stigum eftir í pottinum. Fimm greinar eftir og þar á meðal þrjár skeiðgreinar.

Næsta keppnisgrein í Meistaradeildinni er gæðingalist sem fer fram þann 14.mars næstkomandi. Spennandi verður að sjá hverju liðin tefla framen enn sem komið er eiga öll liðin enn inni villikötinn.

Hér fyrir neðan er staðan í liðakeppninni eftir þrjár greinar.

  1. Sumarliðabær 142,5
  2. Hjarðartún 110,5
  3. Top Reiter 105,5
  4. Hrímnir/Hest.is 99,5
  5. Ganghestar/Margrétarhof 98,5
  6. Hestvit/Árbakki 95,5
  7. Fet/Pula 41
Viðtal við Þorgeir Ólafsson og liðsfélaga hans í liði Sumarliðabæjar, Jón Ársæll og Benjamín Sandur.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar