Æska Suðurlands að hefjast

Mótaröðin Æska Suðurlands er samstarfsverkefni hestamannafélaganna Ljúfs, Sleipnis, Jökuls, Háfeta og Geysis. Mun mótaröðin fara fram í vor á þremur stöðum; Flúðum, Selfossi og á Hellu.
Fyrsta mótið verður haldið í reiðhöllinni á Flúðum sunnudaginn 16.mars. Þar verður boðið upp á eftirfarandi flokka:
- Pollaflokkur – smali
- Barnaflokkur – þrígangur og smali
- Unglingaflokkur – fjórgangur V2 og smali
- Ungmennaflokkur – fjórgangur V2 og smali
Húsið opnar kl. 10.00 og keppni í hringvallargreinum hefst kl. 11.00. Hver keppandi má ekki skrá sig með fleiri en einn hest í hverri grein. Skráningagjöld eru 3.000kr fyrir hverja keppnisgrein í barna/unglinga og ungmennaflokk og 1.000 kr fyrir pollaflokk.
Skráning er hafin í sportfeng og er opin til 14. mars.
Ath greinarnar hafa önnur nöfn þar – Til að skrá :
- Pollar SMALI – pollatölt
- Börn SMALI – flugskeið 100m P2 barnaflokkur
- Unglingar SMALI – flugskeið 100m P2 unglingaflokkur
- Ungmenni SMALI – flugskeið 100m P2 ungmennaflokkur
- Þrígangur barna – Tölt T3 barnaflokkur
- Fjórgangur unglinga – fjórgangur V2 unglingaflokkur
- Fjórgangur ungmenna – fjórgangur V2 ungmennaflokkur
Knapar eru hvattir til að skrá sig tímalega svo allar skráningar séu réttar ef einhver vandamál koma upp.
Í þrígangi verður riðið eftir þul og riðið verður tölt/brokk-fet-stökk. Æfingatímar verða auglýstir á Facebook og í viðburði þegar nær dregur.
Reglur mótaraðarinnar, leiðbeiningar og myndir af smalabraut má finna á facebook síðu Æsku Suðurlands.
Stigahæsti knapi verður verðlaunaður í öllum flokkum fyrir flest stig í heildina og fyrir flest stig í 3 greinum.
Dagskrá
Mót 2 – Selfoss 30. Mars
Mót 3 – Hella 13. Apríl
Mót 3 – Hella 13. Apríl
Takið dagsetningarnar frá og verið með í þessu frábæra samstarfsverkefni. Hver viðburður er svo auglýstur sérstaklega með nánari upplýsingum.