Suðurlandsdeildin Ólafur og Sarah unnu parafimina

  • 4. mars 2025
  • Fréttir
Keppni er lokið í parafimi í Suðurlandsdeildinni.

Greinin er sérkenni deildarinnar og er gaman að sjá hvað knaparnir töfra fram úr ermum sínum ár hvert. Engin úrslit er í greininni því fær hvert par bara eitt tækifæri til að heilla dómarana.  Fyrstir í braut voru þeir Ívar Örn Guðjónsson á Íshildi frá Hólum og Jón William Bjarkason á Tinnu frá Reykjadal og hlutu þeir 6,77 í einkunn sem átti eftir að duga þeim í annað sætið.

Hjónin í Miðkoti eru engir nýgræðingar í greininni og hafa sigrað hana oftar en nokkuð annað par. Þau létu ekki sitt eftir liggja og lönduðu sigri með 7,01 í einkunn. Var danskt þema hjá þeim en Sarah Maagaard Nielsen er frá Danmörku. Sarah sat hryssuna Djörfungu frá Miðkoti og Ólafur Þórisson sat Fáfni frá Miðkoti.

Í þriðja sæti varð Stella Sólveig Pálmarsdóttir á Stimpil frá Strandarhöfði og Asa Ljungberg á Fengsæl frá Jórvík með 6,66 í einkunn en þær kepptu fyrir lið Vöðla/Snilldarverk.

Keppni er þó ekki lokið í Suðurlandsdeildinni en næst á dagskrá er slaktaumatölt.

Niðurstöður úr parafiminni

1. Ólafur Þórisson Fáfnir frá Miðkoti / Sarah Maagaard Nielsen Djörfung frá Miðkoti Miðkot / Skeiðvellir – 7,01

2. Ívar Örn Guðjónsson Íshildur frá Hólum / Jón William Bjarkason Tinna frá Reykjadal Syðri-Úlfsstaðir / Traðarás – 6,77

3. Stella Sólveig Pálmarsdóttir Stimpill frá Strandarhöfði / Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg Fengsæll frá Jórvík Vöðlar / Snilldarverk – 6,66

4. Janneke M. Maria L. Beelenkamp Ronja frá Árhóli /Katrín Eva Grétarsdóttir Koltur frá Stóra-Bakka Mjósyndi – Kolsholt  – 6,51

5. Lea Schell Húni frá Efra-Hvoli Krappi / Bertha María Waagfjörð Hrafnaklukka frá Húsatóftum 2a Krappi – 6,46

6. Larissa Silja Werner Fimma frá Kjarri Hydroscand ehf / Emilia Staffansdotter Svarta Perla frá Álfhólum Hydroscand ehf  – 6,06

7. Dagbjört Skúladóttir Hannes frá Selfossi Kastalabrekka / Malou Sika Jester Bertelsen Sumarrós frá Sælukoti Kastalabrekka – 6,05

8. Thelma Dögg Tómasdóttir Bóel frá Húsavík / Sigrún Högna Tómasdóttir Barði frá Húsavík RH endurskoðun / TRS – 5,97

9. Hjörvar Ágústsson Himinn frá Kirkjubæ / Brynjar Nói Sighvatsson Krafla frá Vík í Mýrdal Kirkjubær / Strandarhjáleiga – 5,86

10. Bjarney Jóna Unnsteinsd. Hrafn frá Ytri-Skógum / Jóhann G. Jóhannesson Hafdís frá Brjánsstöðum Svanavatnsborg – 5,52

11. Rósa Birna Þorvaldsdóttir Sólbjört frá Skálakoti / Jakobína Agnes Valsdóttir Trölli frá Sandhólaferju Dýralæknar Sandhólaferju – 5,18

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar