Fundarferð um landið heldur áfram
Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:
- Málefni hrossabænda
- Notkun keppnisdóma í kynbótamatinu
- Þróun kynbótadómsins
- Hrossaræktin almennt
Eins og sjá má verður margt áhugavert á döfinni.
Fulltrúar hrossabænda og fagráðs, þau Nanna Jónsdóttir formaður stjórnar hrossabænda og fagráðs og Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktarráðunautur verða á ferðinni.
Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:
7. mars föstudagur – Eyjafjörður – Reiðhöllin á Akureyri kl. 15:00.
8. mars laugardagur – Skagafjörður – Tjarnarbær Sauðárkrókur kl. 14:00.
9. mars sunnudagur – V-Húnavatnssýsla – Víðihlíð kl. 13:00.
9. mars sunnudagur – Borgarnes – Félagsheimili Borgfirðings kl. 18:00.
Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.
Fundarferð um landið heldur áfram
Til minningar um Ragnheiði Hrund
Nýr landsliðshópur kynntur
Guðmunda Ellen með sýnikennslu á Selfossi