Fundarferð um landið heldur áfram

Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:
- Málefni hrossabænda
- Notkun keppnisdóma í kynbótamatinu
- Þróun kynbótadómsins
- Hrossaræktin almennt
Eins og sjá má verður margt áhugavert á döfinni.
Fulltrúar hrossabænda og fagráðs, þau Nanna Jónsdóttir formaður stjórnar hrossabænda og fagráðs og Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktarráðunautur verða á ferðinni.
Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:
7. mars föstudagur – Eyjafjörður – Reiðhöllin á Akureyri kl. 15:00.
8. mars laugardagur – Skagafjörður – Tjarnarbær Sauðárkrókur kl. 14:00.
9. mars sunnudagur – V-Húnavatnssýsla – Víðihlíð kl. 13:00.
9. mars sunnudagur – Borgarnes – Félagsheimili Borgfirðings kl. 18:00.
Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.