Ingvar og Sigrún sigurvegarar gærkvöldsins í Uppsveitadeild

Í deildinni er keppt í tveimur styrkleikaflokkum en það er flokkur meira vanra keppnisknapa og minnra vanra keppnisknapa. Er þetta breyting á deildinni frá síðustu árum þegar keppt var í einum flokki. Má segja að þessa breyting sé leið til þess að nálgast upphaflegan tilgang deildarinnar þegar í henni kepptu nær eingöngu heimamenn á svæðinu og var deildin þekkt fyrir gleði og stemningu. Hver knapi safnar stigum fyrir sitt lið og það lið sem flest stig hefur að loknun öllum keppniskvöldum stendur að lokum uppi sem sigurvegari.
Í gærkvöldi var það Sigrún Högna Tómasdóttir á Sirkusi frá Torfunesi sem vann í flokki meira vanra knapa en annar varð Unnstein Reynisson á Hrappi frá Breiðholti í Flóa og í þriðja sætinu varð Rósa Birna Þorvaldsdóttir á Andvara frá Kerhóli.
Ingvar Hjálmarsson og Hvellur frá Fjalli urðu hlutskarpastir í flokki minna vana knapa. Í öðru sæti varð Einar Logi Sigurgeirsson á Andreu frá Eskiholti 2 og í því þriðja varð Þórdís Sigurðardóttir á Hlíf frá Strandarhjáleigu.


Fimmgangur F1 | |||
Fullorðinsflokkur – Meira vanir | |||
Forkeppni | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Unnsteinn Reynisson | Hrappur frá Breiðholti í Flóa | 6,73 |
2 | Konráð Valur Sveinsson | Kastor frá Garðshorni á Þelamörk | 6,63 |
3 | Sigrún Högna Tómasdóttir | Sirkus frá Torfunesi | 6,60 |
4 | Sigurður Rúnar Pálsson | Rjúpa frá Halakoti | 6,37 |
5 | Rósa Birna Þorvaldsdóttir | Andvari frá Kerhóli | 6,30 |
6 | Þór Steinsson Sorknes | Skuggabaldur frá Stórhólma | 5,83 |
7 | Svanhildur Guðbrandsdóttir | Brekkan frá Votmúla 1 | 5,77 |
8 | Þór Jónsteinsson | Þóra frá Efri-Brú | 5,40 |
9 | Þorsteinn Gunnar Þorsteinss. | Hyggja frá Hestabergi | 4,80 |
A úrslit | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Sigrún Högna Tómasdóttir | Sirkus frá Torfunesi | 6,98 |
2 | Unnsteinn Reynisson | Hrappur frá Breiðholti í Flóa | 6,88 |
3 | Rósa Birna Þorvaldsdóttir | Andvari frá Kerhóli | 6,76 |
4 | Konráð Valur Sveinsson | Kastor frá Garðshorni á Þelamörk | 6,57 |
5 | Sigurður Rúnar Pálsson | Rjúpa frá Halakoti | 6,00 |
Fimmgangur F2 | |||
Fullorðinsflokkur – minna vanir | |||
Forkeppni | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Ingvar Hjálmarsson | Hvellur frá Fjalli 2 | 5,83 |
2 | Þórdís Sigurðardóttir | Hlíf frá Strandarhjáleigu | 4,93 |
3 | Kristina Popp | Rut frá Vöðlum | 4,73 |
4 | Einar Logi Sigurgeirsson | Andrea frá Einiholti 2 | 4,63 |
5 | Elvar Logi Gunnarsson | Sóldögg frá Túnsbergi | 4,43 |
6 | Kolfinna Kristjánsdóttir | Herborg frá Felli | 4,40 |
7 | Magnús Ingi Másson | Skuggabaldur frá Borg | 3,97 |
8 | Hrefna Sif Jónasdóttir | Kolbrá frá Hrafnsholti | 3,83 |
9 | Júlía Guðbjörg Gunnarsdóttir | Folinn frá Laugavöllum | 3,63 |
10 | Eiríkur Arnarsson | Fursti frá Sandholti | 3,50 |
A úrslit | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Ingvar Hjálmarsson | Hvellur frá Fjalli 2 | 6,07 |
2 | Einar Logi Sigurgeirsson | Andrea frá Einiholti 2 | 6,05 |
3 | Þórdís Sigurðardóttir | Hlíf frá Strandarhjáleigu | 5,57 |
4 | Elvar Logi Gunnarsson | Sóldögg frá Túnsbergi | 5,17 |
5 | Kristina Popp | Rut frá Vöðlum | 5,12 |