Tilþrif í Líflandsdeildinni

Lið Fjörhesta var hæst að stigum í fimmgangnum með 43 stig en liðsmenn Fjörhesta þetta kvöldið voru þau Atli Freyr, Vignir Sigurðsson, Baldvin Ari Guðlaugsson, Ásdís Karen Hauksdóttir, Guðrún Margrét Steingrímsdóttir og Rúnar Júlíus Gunnarsson.
Atli Freyr Maríönnuson vann fimmgang F1 á Elmu frá Staðarholti með 6,90 í einkunn en í öðru sæti varð Agnar Þór Magnússon á Eik frá Meðalfelli með 6,74 í einkunn og þriðji Elvar Einarsson á Snældu frá Syðra-Skörðugili með 6,60 í einkunn.

Rakel og Bergsteinn sigurvegarar F3
Rakel Eir Ingimarsdóttir vann fimmgang F3 á Bergsteini frá Akureyri með 6,11 í einkunn. Jafnar í 2.-3. sæti voru þær Spire Cecilina Ohlsson á Ljúf frá Lækjamóti II og Anna Carina F. Rautenbach á Kalda frá Miðsitju með 5,89 í einkunn.

Lið Fjörhesta leiðir liðakeppnina
Lið Fjörhesta var hæst að stigum í fimmgangnum með 43 stig en liðsmenn Fjörhesta þetta kvöldið voru þau Atli Freyr, Vignir Sigurðsson, Baldvin Ari Guðlaugsson, Ásdís Karen Hauksdóttir, Guðrún Margrét Steingrímsdóttir og Rúnar Júlíus Gunnarsson. Liðið er jafnframt efst í liðakeppninni eftir tvær greinar, með 82 stig. Ilmur er í öðru sæti með 76 stig, lið Bústólpa er í þriðja sæti með 69 stig og Völustakkar ýta svo á eftir þessu með 59 stig. Það er enn nóg af stigum eftir í pottinum en keppni er eftir í slaktaumatölti, tölti og skeiði.
Frekari niðustöður er að finna á HorseDay appinu.