Birgitta og Náttrún skinu skært

Birgitta kampakát með sigurinn. Ljósmynd: Aðsend
Önnur keppnisgreinin í 1.deildinni í hestaíþróttum fór fram í Samskipahöllinni í Spretti í gær, þegar keppt var í gæðingalist. Alls voru það 27 pör sem léku listir sýnar og margar góðar sýningar sáust.
Lengi vel var það Guðmunda Ellen Sigurðardóttir sem leiddi keppnina með 7,23 í einkunn. Hún var fyrst í brautina en lenti í því að truflanir í tónlist urðu til þess að hún reið sína sýningu aftur og reið þá síðust í rásröð. Það var ekki fyrr en Birgitta Bjarnadóttir mætti í brautina, síðust í skráðri rásröð, sem Guðmunda Ellen var sigruð. Spennan var því mikil þegar Guðmunda Ellen kom aftur í brautina á eftir Birgittu en þrátt fyrir frábæra frammistöðu náði Guðmunda ekki að skáka henni og niðurstaðan því sigur Birgittu.

Birgitta og Náttrún. Ljósmynd: Gunnhildur Ýrr

Lið Ingólfshvols var stigahæstsa lið kvöldsins. F.v. Arnar Máni Sigurjónsson, Þórdís Inga Pálsdóttir, Guðmunda Ellen Sigurðardóttir, Benedikt Ólafsson og Hafþór Hreiðar Birgisson. Ljósmynd: Gunnhildur Ýrr
Efstu 6 knapar í gæðingalist
- Birgitta Bjarnadóttir & Náttrún frá Þjóðólfshaga – 7,57
- Guðmunda Ellen Sigurðardóttir & Flaumur frá Fákshólum – 7,43
- Benedikt Ólafsson & Biskup frá Ólafshaga – 7,10
- Snorri Dal & Gimsteinn frá Víðinesi – 7,00
- Þórdís Inga Pálsdóttir & Móses frá Flugumýri II – 7,00
- Sigvaldi Lárus Guðmundsson & Fenrir frá Kvistum – 6,97