Keppni í slaktaumatölti í kvöld

Gunnar Már vann keppni í slaktaumatölti í Samskipadeildinni á síðasta ári
Í kvöld verður keppt í slaktaumatölti í Samskipadeildinni í Spretti, mótið byrjar klukkan 19:00. Aðalstyrktaraðili kvöldsins í kvöld er EiðfaxiTV en mótið er einnig í beinni útsendingu á streymisveitunni. Ráslisti kvöldsins liggur fyrir og það eru alls 64 knapar sem taka þátt í kvöld í 23 hollum.
Sigurvegari þessarar greinar frá því á síðasta keppnistímabili, Gunnar Már Þórðarson á Júpiter frá Votumýri, eru skráðir til leiks í kvöld og ætla vafalaust að gera sitt besta til að endurtaka leikinn. Herdís Einarsdóttir á Grifflu frá Grafarkoti varð í 2-3 sæti í fyrra og ætlar sér eflaust að reyna að ná efst á pall í þetta skipti. Að öðrum úrslita pörum frá því í fyrra sem ætla sér meira í kvöld má nefna þá Sverrir Sigurðsson og Þór frá Höfðabakka, Rúnar Freyr og Styrkur frá Stokkhólma, Gunnar Eyjólfsson og Rökkvi frá Litlalandi.
Auk þeirra sem vel stóðu sig í fyrra er fjöldinn allur af góðum hestum og knöpum sem munu ætla sér að taka sigurinn í þessari grein heim í kvöld!
Holl | Hönd | Knapi | Hestur | Lið |
1 | H | Þórunn Kristjánsdóttir | Fluga frá Garðabæ | Pula-Votamýri-Hofsstaðir |
1 | H | Erla Guðný Gylfadóttir | Roði frá Margrétarhofi | Pula-Votamýri-Hofsstaðir |
1 | H | Jóhann Tómas Egilsson | Laxnes frá Klauf | Sveitin |
2 | V | Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir | Ófeigur frá Selfossi | Hrossaræktin Strönd II |
2 | V | Sverrir Einarsson | Kraftur frá Votmúla 2 | Réttverk |
2 | V | Patricia Ladina Hobi | Magni frá Þingholti | Stafholthestar |
3 | H | Renate Hannemann | Kjarni frá Herríðarhóli | Hótel Rangá |
3 | H | Erna Jökulsdóttir | Sól frá Kirkjubæ | Stólpi Gámar |
3 | H | Guðlaugur B Ásgeirsson | Tromma frá Kjarnholtum I | Nýsmíði |
4 | H | Inga Dröfn Sváfnisdóttir | Baldur frá Ljónsstöðum | Hrossaræktin Strönd II |
4 | H | Arnhildur Halldórsdóttir | Heiðrós frá Tvennu | Réttverk |
4 | H | Gunnar Tryggvason | Katla frá Brimilsvöllum | BB og Borgarverk |
5 | H | Pálmi Geir Ríkharðsson | Brynjar frá Syðri-Völlum | Sindrastaðir |
5 | H | Þórdís Sigurðardóttir | Gljái frá Austurkoti | Pula-Votamýri-Hofsstaðir |
5 | H | Sverrir Sigurðsson | Þór frá Höfðabakka | Lið Spesíunnar |
6 | V | Sigurbjörn Eiríksson | Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ | Tommy Hilfiger |
6 | V | Sigurbjörn Viktorsson | Bjarmi frá Akureyri | Nýsmíði |
6 | V | Elísabet Gísladóttir | Víkingur frá Hrafnsholti | Hrafnsholt |
7 | V | Sólveig Þórarinsdóttir | Hilda frá Oddhóli | Sveitin |
7 | V | Anna Vilbergsdóttir | Tími frá Hofi á Höfðaströnd | Vörðufell |
8 | H | Arna Hrönn Ámundadóttir | Hrafn frá Smáratúni | BB og Borgarverk |
8 | H | Sigurður Jóhann Tyrfingsson | Rut frá Vöðlum | Stólpi Gámar |
8 | H | Valdimar Ómarsson | Afródíta frá Álfhólum | Tommy Hilfiger |
9 | V | Svanbjörg Vilbergsdótti | Gjöf frá Brenniborg | Hrossaræktin Strönd II |
9 | V | Guðrún Randalín Lárusdóttir | Auður frá Steinnesi | Vörðufell |
9 | V | Kolbrún Grétarsdóttir | Garri frá Grafarkoti | Sindrastaðir |
10 | H | Bjarni Sigurðsson | Týr frá Miklagarði | Trausti |
10 | H | Sarah Maagaard Nielsen | Sólbirta frá Miðkoti | Hótel Rangá |
10 | H | Kristinn Karl Garðarsson | Beitir frá Gunnarsstöðum | Nýsmíði |
11 | H | Ragnheiður Jónsdóttir | Auður frá Vestra-Fíflholti | Lið Spesíunnar |
11 | H | Brynja Viðarsdóttir | Dugur frá Tjaldhólum | Tommy Hilfiger |
12 | V | Steingrímur Jónsson | Árvakur frá Kálfholti | Hótel Rangá |
12 | V | Kjartan Ólafsson | Leiknir frá Litla-Garði | Nýsmíði |
12 | V | Inga Kristín Sigurgeirsdóttir | Gutti frá Brautarholti | Hrafnsholt |
13 | H | Sveinbjörn Bragason | Skál frá Skör | Stafholthestar |
13 | H | Herdís Einarsdóttir | Griffla frá Grafarkoti | Sindrastaðir |
13 | H | Orri Arnarson | Tign frá Leirubakka | Lið Spesíunnar |
14 | V | Kolbrún Kristín Birgisdóttir | Knútur frá Selfossi | Vörðufell |
14 | V | Sigurlín F Arnarsdóttir | Hraunar frá Herríðarhóli | Hótel Rangá |
14 | V | Bryndís Guðmundsdóttir | Villimey frá Hveragerði | Hrafnsholt |
15 | H | Rúnar Freyr Rúnarsson | Styrkur frá Stokkhólma | Réttverk |
15 | H | Hrönn Ásmundsdóttir | Rafn frá Melabergi | Stafholthestar |
15 | H | Guðmundur Ásgeir Björnsson | Skjöldur frá Stóru-Mástungu 2 | Sveitin |
16 | H | Stefán Bjartur Stefánsson | Hekla frá Leifsstöðum | Hrafnsholt |
16 | H | Harpa Kristjánsdóttir | Sóley frá Heiði | Vörðufell |
16 | H | Eiríkur Þ. Davíðsson | Hetja frá Kanastöðum | Stólpi Gámar |
17 | H | Elín Íris Jónasdóttir | Rökkvi frá Lækjardal | Lið Spesíunnar |
17 | H | Ámundi Sigurðsson | Maísól frá Miklagarði | BB og Borgarverk |
17 | H | Gunnar Eyjólfsson | Rökkvi frá Litlalandi Ásahreppi | Stafholthestar |
18 | V | Aníta Rós Róbertsdóttir | Þeyr frá Þjórsárbakka | Trausti |
18 | V | Erla Katrín Jónsdóttir | Glettingur frá Skipaskaga | Sveitin |
18 | V | Brynja Pála Bjarnadóttir | Gæfa frá Rimhúsum | Stólpi Gámar |
19 | V | Eyþór Jón Gíslason | Spurning frá Spágilsstöðum | BB og Borgarverk |
19 | V | Esther Ósk Ármannsdóttir | Jörp frá Mið-Fossum | Vörðufell |
20 | H | Árni Geir Norðdahl Eyþórsson | Svikari frá Litla-Laxholti | Sveitin |
20 | H | Gunnar Már Þórðarson | Júpíter frá Votumýri 2 | Pula-Votamýri-Hofsstaðir |
20 | H | Guðlaug Jóna Matthíasdóttir | Líf frá Heimahaga | Tommy Hilfiger |
21 | H | Júlía Guðbjörg Gunnarsdóttir | Vörður frá Eskiholti II | Stólpi Gámar |
21 | H | Elías Árnason | Iðja frá Þúfu í Landeyjum | Lið Spesíunnar |
22 | H | Kristín Ingólfsdóttir | Ásvar frá Hamrahóli | Nýsmíði |
22 | H | Jónas Már Hreggviðsson | Glóð frá Eystri-Grund | Hrafnsholt |
23 | V | Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir | Hnokki frá Áslandi | Trausti |
23 | V | Hrafnhildur B. Arngrímsdó | Loki frá Syðra-Velli | Tommy Hilfiger |
23 | V | Rósa Valdimarsdóttir | Kopar frá Álfhólum | Réttverk |