Ásmundur á toppnum

Myndir: Carolin Giese @linaimages
Fjórða keppniskvöld tímabilsins í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram í kvöld í HorseDay höllinni. Að þessu sinni var keppt í gæðingalist og var það alls 21 knapi sem tók þátt í þessari krefjandi keppnisgrein. Öllum þeirra tókst að laða fram góðar sýningar og voru tilþrifin hjá mörgum þeirra mögnuð.
Litlu sem engu munaði í einkunn á þeim Ásmundur Erni Snorrasyni á Hlökk frá Strandarhöfði og Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur á Flóvent frá Breiðstöðum sem lentu í fyrst og öðru sæti. Þær tvær sýningar voru án vafa þær bestu í kvöld og þau því vel að sætum sýnum kominn.
Ásmundur Ernir og Hlökk frá Strandarhöfði voru það par sem hæsta einkunn hlaut fyrir ákaflega kraftmikla, vel riðna og glæsilega sýningu og hlutu í einkunn 8,43.
Stigahæsta lið kvöldsins var Ganghestar/Margrétarhof en fyrir hönd þeirra kepptu þau Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Ragnhildur Haraldsdóttir og villikötturinn Bergur Jónsson.

Efstu 6 knapar
- Ásmundur Ernir Snorrason & Hlökk frá Strandarhöfði – 8,43
- Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir & Flóvent frá Breiðstöðum – 8,40
- Ragnhildur Haraldsdóttir & Úlfur frá Mosfellsbæ – 8,07
- Eyrun Ýr Pálsdóttir & Leynir frá Garðshorni á Þelamörk – 7,87
- Helga Una Björnsdóttir & Ósk frá Stað – 7,83
- Jakob Svavar Sigurðsson & Hrefna frá Fákshólum – 7,77
Efstu 5 knapar í einstaklingskeppninni
- Ásmundur Ernir Snorrason – 39 stig
- Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir – 33 stig
- Eyrún Ýr Pálsdóttir – 27 stig
- Jón Ársæll Bergmann – 26,5 stig
- Þorgeir Ólafsson 19,5 stig
Staðan í liðakeppni
- Sumarliðabær – 176,5 stig
- Hjarðartún – 155,5 stig
- Ganghestar/Margrétarhof – 150,5 stig
- Top Reiter – 131,5 stig
- Hrímnir/Hest.is – 124,5 stig
- Hestvit/Árbakki – 124 stig
- Fet/Pula – 60,5 stig
Næsta mót er skeiðmót þar sem keppt verður í 150 metra skeið og gæðingaskeiði þann 29.mars