Framundan í vikunni

Það er nóg um að vera í hestamennskunni og er þessi vika engin undantekning. Eiðfaxi ætlar að setja hér niður helstu viðburði vikunnar. Ef þú manst eftir einhverjum fleirum máttu endilega benda okkur á það.
Þriðjudagur 18. mars
- Vesturlandsdeildin er í Faxaborg í Borgarnesi, keppt verður í fimmgangi.
- Suðurlandsdeildin heldur áfram en nú verður keppt í fjórgangi. Mótið verður sýnt í beinni á EiðfaxaTV.
Miðvikudagur 19. mars
- Komið er að öðru móti í KS deildinni en það er gæðingalist
Fimmtudagur 20. mars
- Fjörmót FNV verður í reiðhöllinni Svaðastöðum
- Gæðingamót Grana á Mið-Fossum.
- Búnaðarþing hefst.
Föstudagur 21. mars
- Líflandsdeild Léttis heldur áfram og nú er keppt í slaktaumatölti
- Komið er að slaktaumatölti í Meistaradeild ungmenna
Laugardagur 22. mars
- B.E. æskulýðsdeild Léttis en keppt verður í slaktaumatölti og fjórgang
- Keppt verður í tölt og skeiði í Skagfirsku mótaröðinni.
- Reiðhallarsýningin The Clinic – Next Level – verður í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli.
Sunnudagur 23. mars
- Meistaradeild Líflands og æskunnar er í Lýsishöllinni og keppt verður í tölti. Mótið verður sýnt í beinni í opinni dagskrá á EiðfaxaTV, Sjónvarpi Símans og Vodafone.
- Hrossaræktarfélag Hrunamanna heldur árlega folaldasýningu í reiðhöllinni á Flúðum.